Erlendur Hauksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erlendur Hauksson (í sumum heimildum Erlingur) var íslenskur lögmaður á 14. öld. Í annálum segir að hann hafi verið lögmaður árið 1319 en hann virðist aðeins hafa gegnt embættinu í eitt ár. Hann er talinn hafa búið á Upsum í Svarfaðardal en ætt hans er óviss. Áður var hann talinn hafa verið sonur Hauks Erlendssonar lögmanns en svo mun ekki hafa verið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Guðmundur Sigurðsson
Lögmenn norðan og vestan
(13191319)
Eftirmaður:
Snorri Narfason