Fara í innihald

Mælifell (Staðarsveit)

Hnit: 64°51′11″N 23°25′19″V / 64.85317°N 23.421853°V / 64.85317; -23.421853
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mælifell
Hæð566 metri
LandÍsland
SveitarfélagSnæfellsbær
Map
Hnit64°51′11″N 23°25′19″V / 64.85317°N 23.421853°V / 64.85317; -23.421853
breyta upplýsingum

Mælifell í Staðarsveit (566 m) á Snæfellsnesi er fjallshnjúkur upp af Búðum. Mælifell er úr ljósgrýti og þykir formfagurt á að líta þá þegar ljósgrýtið skiptir litum eftir birtuskilyrðum. Efst uppi á fjallinu er gígur og í honum vatn sem fylgir svipuð þjóðsaga og tjörninni á Tindastóli í Skagafirði. Í henni segir, að óska- eða náttúrusteinar fljóti upp og að vatnsbakkanum á Jónsmessunótt. Áhöld eru uppi um tilurð fjallsins og jarðfræðingar ekki á einu máli um hvort Mælifell sé hraungúll er hafi myndast við troðgos eftir að jökulhettan hopaði, eða hvort fjallið hafi myndast á öllu hefðbundnari hátt við gos undir jökulhettunni sem þá var.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.