Tindastóll
- Tindastóll getur líka átt við um Ungmennafélagið Tindastól.
Tindastóll | |
---|---|
![]() | |
Hæð | 995 metri |
breyta upplýsingum |
Tindastóll er 989 metra hátt fjall innst við vestanverðan Skagafjörð, norðan við Sauðárkrók. Það er eitt þekktasta fjall héraðsins og af því er frábært útsýni í heiðskíru veðri.[1] Nafn fjallsins er oft stytt og það kallað Stóllinn, en áður mun það hafa heitið Eilífsfjall og er sagt hafa verið kennt við landnámsmanninn Eilíf örn.[2]
Tindastóll er langt og mikið fjall, um 20 kílómetrar á lengd. Undir fjallinu austanverðu meðfram sjónum er sveitin Reykjaströnd en vestan við fjallið er Laxárdalur. Sunnan og suðvestan við Tindastól eru Gönguskörð en nyrst gengur fjallið í sjó fram og er mjög torfært að komast þá leið milli Reykjastrandar og Laxárdals.[1]
Uppi á fjallinu er tjörn og samkvæmt alþekktri þjóðsögu fljóta óskasteinar á tjörninni á hverri Jónsmessunótt. Þangað er oft gengið um Jónsmessu og á öðrum tímum og eru margar vinsælar gönguleiðir á svæðinu.[1] Skíðaland Sauðárkróksbúa er í vestanverðum Stólnum.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Tindastóll - NAT ferðavísir“. 4 maí 2020. Sótt 11 júlí 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11 júlí 2024.
- ↑ Iceland, North. „Sauðárkrókur-Tindastóll Ski Area“. Visit North Iceland (enska). Sótt 11 júlí 2024.