Fara í innihald

Tindastóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tindastóll (fjall))
Tindastóll getur líka átt við um Ungmennafélagið Tindastól.
Tindastóll
Hæð995 metri
breyta upplýsingum

Tindastóll er 989 metra hátt fjall innst við vestanverðan Skagafjörð, norðan við Sauðárkrók. Það er eitt þekktasta fjall héraðsins og af því er frábært útsýni í heiðskíru veðri.[1] Nafn fjallsins er oft stytt og það kallað Stóllinn, en áður mun það hafa heitið Eilífsfjall og er sagt hafa verið kennt við landnámsmanninn Eilíf örn.[2]

Tindastóll er langt og mikið fjall, um 20 kílómetrar á lengd. Undir fjallinu austanverðu meðfram sjónum er sveitin Reykjaströnd en vestan við fjallið er Laxárdalur. Sunnan og suðvestan við Tindastól eru Gönguskörð en nyrst gengur fjallið í sjó fram og er mjög torfært að komast þá leið milli Reykjastrandar og Laxárdals.[1]

Uppi á fjallinu er tjörn og samkvæmt alþekktri þjóðsögu fljóta óskasteinar á tjörninni á hverri Jónsmessunótt. Þangað er oft gengið um Jónsmessu og á öðrum tímum og eru margar vinsælar gönguleiðir á svæðinu.[1] Skíðaland Sauðárkróksbúa er í vestanverðum Stólnum.[3]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Tindastóll - NAT ferðavísir“. 4 maí 2020. Sótt 11 júlí 2024.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11 júlí 2024.
  3. Iceland, North. „Sauðárkrókur-Tindastóll Ski Area“. Visit North Iceland (enska). Sótt 11 júlí 2024.