Lífsstílssjúkdómar
Útlit
(Endurbeint frá Lífstílssjúkdómur)
Lífstílssjúkdómar (einnig nefndir langlífissjúkdómar og menningarsjúkdómar) eru þeir sjúkdómar sem virðast verða algengari eftir því sem samfélög verða þróaðri og fólk lifir lengur. Meðal þeirra eru alzheimer, æðakölkun, krabbamein, skorpulifur, langvinn lungnateppa, sykursýki tvö, hjartveiki, nýrnabólga eða langvinn nýrnabilun, beinþynning, heilablóðfall, þunglyndi og offita.
Talið er að mataræði, lífsstíll og húsakostir hafi áhrif á tíðni þessara sjúkdóma. Reykingar, neysla áfengis og fíkniefna og skortur á hreyfingu kunna einnig að auka líkurnar á tilteknum sjúkdómum síðar á ævinni.
Hreyfiseðlum hefur verið ávísað á fólk með lífstílssjúkdóma og í forvarnarskyni.[1]