Hæka
Útlit
(Endurbeint frá Haiku)
Hæka eða á japönsku 俳句 (haiku) er japanskur bragarháttur sem þróaðist út frá rengu sem er bragur þar sem tveir eða fleiri kveðast á. Hæka hefur þrjár braglínur með fimm atkvæðatáknum í fyrstu línu, sjö í næstu og fimm í þeirri þriðju. Efni rétt ortrar hæku á að tengjast náttúrunni og innihalda eitt orð (kigo) sem tengist þeirri árstíð sem er þegar hækan er ort. Hækur eru ortar í nútíð og innihalda ekki rím. Efni hækunnar eru yfirleitt tvær (sjaldnar þrjár) einfaldar skynmyndir eða upplifanir á náttúrunni.
Dæmi um hæku
[breyta | breyta frumkóða]- Nú er blautt og kalt
- auk þess dimmt og ógeðslegt
- íslenskt vor er stuð
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þessi bókmenntagrein sem tengist Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.