Fara í innihald

Lilian Thuram

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lilian Thuram á kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.

Ruddy Lilian Thuram-Ulien  (1. Janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður Frakklands í fótbolta. Lilian Thuram er líka mjög þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur kynþáttahaturs og stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra.[1] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og Parma, Juventus, Monaco og Barcelona. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar Hugo Lloris sló metið.[2]

Knattspyrnuferill

[breyta | breyta frumkóða]

Thuram var í landsliði Frakklands sem vann heimsmeistaramótið árið 1998 og Evrópumótið árið 2000. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann Evrópudeildina með Parma auk þess að verða bikarmeistari á Ítalíu, Frakklandi og Spáni.

Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.

Fjölskylduhagir

[breyta | breyta frumkóða]

Lilan Thuram á tvo syni sem heita Marcus og Khépren Thuram. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]