Fara í innihald

New Orleans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
New Orleans.

New Orleans (borið fram [nu ˈorlɪnz]; franska La Nouvelle-Orléans) er stór hafnarborg í Louisiana í Bandaríkjunum og er sögulega stærsta borg Louisiana. Íbúar eru nú um 400.000 en á stórborgarsvæðinu búa 1,2 milljónir. Borgin er staðsett í suðausturhluta Louisiana, við ána Mississippi. Borgin á landamæri við Pontchartrainvatn í norðri og Mexíkóflóa í austri. Borgin er nefnd eftir Philippe II, hertoganum af Orléans. Hún er ein elsta borg Bandaríkjanna og er þekkt fyrir fjölmenningarlega sögu, tónlist og matargerð og er talin vera fæðingarstaður jazztónlistar. Í borginni er árlega haldin hátíðin Mardi Gras þar sem tónlistarlífinu er fagnað.

Katrina[breyta | breyta frumkóða]

Þann 29. ágúst 2005 gekk fellibylurinn Katrina yfir borgina. Katrina var 6. sterkasti fellibylur sem hefur mælst og sá 3. sterkasti sem tekið hefur land í Bandaríkjunum. Stormflóðið olli því að varnargarðar borgarinnar brustu með þeim afleiðingum að stór hluti hennar fór á kaf og a.m.k. 1836 manns létu lífið.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.