Laufey Lín Jónsdóttir
Laufey | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Laufey Lín Bing Jónsdóttir[1] 23. apríl 1999 Reykjavík, Ísland |
Önnur nöfn | Lín Bing / 林冰[2] |
Störf |
|
Ár virk | 2020–í dag |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgáfufyrirtæki | |
Vefsíða | laufeymusic |
Laufey Lín Bing Jónsdóttir (f. 23. apríl 1999), þekkt sem Laufey, er íslensk söngkona og lagahöfundur. Hún semur popptónlist með vægum djassáhrifum. Móðir Laufeyjar er kínversk og spilar á fiðlu en faðir hennar íslenskur.[3]
Laufey spilaði 15 ára á selló fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.[4] Hún sigraði Söngkeppni Samfés árið 2014.[5] Árin 2014 og 2015 tók hún þátt í Ísland Got Talent og The Voice Iceland þar sem hún komst í undanúrslit.[4] Árið 2018 hóf hún nám við Berklee-tónlistarháskólann í Boston í Bandaríkjunum á forsetastyrk.[6] Hún útskrifaðist þaðan árið 2021.
Fyrsta smáskífan hennar, „Street by Street“, kom út árið 2020 og sló í gegn í útvarpi. Árið 2021 gaf hún út sína fyrstu stuttskífu, Typical of Me. Ári síðar kom út fyrsta breiðskífa hennar, Everything I Know About Love, sem komst á vinsældalista á Íslandi og í Bandaríkjunum. Laufey hóf að spila með listamönnum á Englandi og kom fram á BBC. Árið 2022 kom hún fram í þætti Jimmy Kimmel Live! í Bandaríkjunum.[7] Sama ár var hún mest streymdi djasslistarmaður á Spotify með 425 milljónir streyma.[8]
Önnur breiðskífa hennar, Bewitched, kom út 8. september 2023 og hlaut tilnefningu í flokki hefðbundinnar popptónlistar á 66. árlegu Grammy-verðlaunahátíðinni.[9] Svo fór að Laufey vann verðlaunin.[10]
Fyrsta smáskífa plötunnar, „From the Start“, komst á vinsældalista í nokkrum löndum. Í kjölfarið tilkynnti hún um tónleikaferðalag um Norður-Ameríku, Bewitched: The Goddess Tour, til að kynna plötuna, en það hófst þann 8. apríl 2024 í Vancouver í Kanada.[11]
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Everything I Know About Love (2022)
- Bewitched (2023)
Tónleikaplötur
[breyta | breyta frumkóða]- A Night at the Symphony (með Sinfóníuhljómsveit Íslands) (2023)
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Typical of Me (2021)
- The Reykjavík Sessions (2022)
- A Very Laufey Holiday (2022)
- Christmas With You (með Norah Jones) (2023)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 18. nóvember 2023, Íslendingabók - Laufey Lín Bing Jónsdóttir (23. apríl 1999) Íslendingabók
- ↑ 28. ágúst 2023, Orchestra celebrates the nation's musical youth China Daily
- ↑ Jacob Ugalde (30. apríl 2021). „Interview: Laufey and the beauty of making it up as you go“. From the Intercom (enska). Sótt 31. ágúst 2022.
- ↑ 4,0 4,1 Jónsdóttir, Svava (1. september 2022). „Tónlistarkonan Laufey: „Þetta er eins og í kvikmynd" -“. Mannlíf.is. Sótt 29. desember 2023.
- ↑ „Söngkeppni Samfés 2014 - Siguratriðið - 105 - Vísir“. visir.is. 10. mars 2014. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „Á forsetastyrk til Berklee“. www.mbl.is. 11. júní 2018. Sótt 29. desember 2023.
- ↑ „Laufey sló í gegn hjá Jimmy Kimmel“. www.mbl.is. 20. nóvember 2023. Sótt 29. desember 2023.
- ↑ „Seldist upp á tónleika Laufeyjar á örskotsstundu“. www.mbl.is. 15. september 2023. Sótt 29. desember 2023.
- ↑ Markúsdóttir, Erla María (10. nóvember 2023). „Laufey Lín tilnefnd til Grammy-verðlaunanna“. Heimildin. Sótt 29. desember 2023.
- ↑ Laufey hlaut Grammy-verðlaun Vísir, sótt 4/2 2024
- ↑ Guðnason, Kristinn H. (5. desember 2023). „Laufey tilkynnir Ameríkutúr – Syngur í flottustu tónleikahöllunum“. DV. Sótt 29. desember 2023.