Lúðrasveit Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lúðrasveit Reykjavíkur (skammst. LR) er íslensk lúðrasveit sem var formlega stofnuð þann 7. júlí 1922. Sveitin varð til við sameiningu tveggja félaga, Lúðrafélagsins Hörpu og Lúðrafélagsins Gígju. Fyrsti stjórnandi hennar var Otto Böttcher, þýskur hornleikari sem fenginn hafði verið hingað til lands af Jóni Leifs.

Lúðrasveitin hefur síðan 1922 átt höfuðstöðvar í Hljómskálanum, sem er staðsettur við Tjörnina í Reykjavík og Hljómskálagarðurinn heitir eftir, en það hús var byggt sérstaklega fyrir sveitina (upphaflega ætlað Lúðrafélaginu Hörpu).

Upphaflega voru aðeins fullorðnir karlmenn í sveitinni, en með tímanum hefur yngra fólk bæst í hópinn, ásamt því sem konur eiga nú fastan sess í sveitinni.

Núverandi stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson, sem einnig stjórnar Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, en upp úr þeirri sveit hafa flestir af yngstu spilurum LR komið undanfarin nokkur ár. Sveitin heldur yfirleitt þrenna eða ferna tónleika á vetri, flesta í Reykjavík, en stundum á öðrum stöðum á landinu. Á þessum tónleikum er gjarnan leikin djasstónlist, þjóðlagatónlist, kvikmyndatónlist, eða dægurlagaútsetningar, en einnig kemur klassísk tónlist fyrir. Á sumrin er spilað við ýmis tækifæri eins og 17. júní, oft er spilað úti og þá gjarnan marserað við ættjarðarlög eða bandaríska marsa.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Lúðrasveitir í SÍL
Lúðrasveit Akureyrar | Lúðrasveit Akraness | Lúðrasveit Hafnarfjarðar | Lúðrasveit Hornafjarðar | Lúðrasveit Húsavíkur | Lúðrasveit Reykjavíkur | Lúðrasveit Selfoss | Lúðrasveit Stykkishólms | Lúðrasveitin Svanur | Lúðrasveit verkalýðsins | Lúðrasveit Vestmannaeyja | Lúðrasveit Þorlákshafnar