Fara í innihald

Lúðrasveitin Svanur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lúðrasveitin Svanur (oft nefnd Svanurinn) er íslensk lúðrasveit sem var stofnuð þann 16. nóvember 1930 og hefur starfað óslitið síðan. 1962 kom Svanurinn sér upp búningum sem eru einkenni Svansins enn í dag. Búningarnir eru bláir að lit og fyrirmyndin frá Bandaríkjunum, en allir saumaðir á Íslandi. Árið 1970, á fjörutíu ára afmæli Svansins, spilaði Svanurinn inn á fyrstu innlendu steríóplötuna á Íslandi[1]. Fálkinn gaf hana út, en um upptökuna sá Pétur Steingrímsson. Þetta var fjögurra laga plata og vakti mikla athygli, og þrátt fyrir þær frumstæðu aðstæður sem platan var tekin upp við er útkoman merkilega góð allavega er spilamenskan bara nokkuð góð, þetta voru eitt af þeim góðu og mörgum hlutum sem Jón Sigurðsson gerði fyrir Svaninn.

Svanurinn gaf út sína aðra plötu 1980. Á A-hlið lék Svanurinn og Big-band Svansins á B-hlið. Eingöngu voru leikin lög eftir Árna Björnsson. Sæbjörn Jónsson stórnaði.

Lúðrasveitin Svanur er fastagestur á lúðrasveitarhátíðinni í Bad Orb. Sveitin hefur farið þangað á tveggja ára fresti um árabil.

Árið 2015 stóð Svanurinn fyrir hópfjármögnun fyrir nýja búninga og náði setti marki. Í framhaldi af því komu nýjir búningar sem frumsýndir voru 17. júní 2016. Búningana hannaði Ragna Fróðadóttir og eru þeir frábrugðnir gömlu búningunum að því leyti að jakkinn er lokaður að framan. Gömlu búningarnir voru með opinn jakka að ofan. Þurfti því ávallt að vera í hvítri skyrtu með bindi undir jakkanum.

Svanurinn hefur ávallt verið í fremstu röð lúðrasveita á Íslandi og er núverandi vinningshafi Monthlemmsins mikla - farandgrips sem keppt er um árlega frá árinu 2018. Monthlemmurinn mikli veitir viðkomandi vinningssveit ótakmarkaðan montrétt í eitt ár - þar til keppnin fer fram að nýju. Fyrsta keppnin fór fram 18. ágúst 2018 á Menningarnótt í Reykjavík.

Lúðrasveitin Svanur er með netsíðuna Svanur.is

Stjórnendur Svansins hafa verið:

Hallgrímur Þorsteinsson 1930 - 1935
Jón G. Þórarinssson 1935 - 1938
Karl O. Runólfsson 1938 - 1961
Jón Sigurðsson 1961 - 1971
Sæbjörn Jónsson 1974 - 1982
Kjartan Óskarsson 1982 - 1987
Robert Darling 1987 - 1992
Örn Óskarsson 1992 - 1993
Haraldur Á.Haraldsson 1993 - 2003
Rúnar Óskarsson 2003 - 2008
Matthías V.Baldursson 2008 -2010
Brjánn Ingason 2010 - 2016
Carlos Caro Aguilera 2016 - 2021
Snorri Heimisson 2021 -

Heiðursfélagar Svansins eru:

Hallgrímur Þorsteinsson f.10 apríl 1864 - d. 9.nóvember 1952.
Hallgrímur átti aðild að stofnun Svansins og var stjórnandi og kennari fyrstu 5 árin.
Karl O. Runólfsson f. 24. október 1900 - d. 29. nóvember 1970.
Karl stjórnaði Svaninum í 21 ár á árunum 1938 - 1961. Einnig samdi hann "Skarphéðinsmars" og "Svansmars" fyrir Svaninn.
Hreiðar Ólafsson f. 19. september 1917 - d. 19. september 1979.
Hreiðar hóf störf með Svaninum sem boðberi en lærði síðan á baritón og starfaði í nær fjörtíu ár.
Sveinn Sigurðsson f.24. apríl 1913 - d. 19. nóvember 1989.
Sveinn var virkur félagi og túbuleikari á árunum 1931 - 1974 eða í 43 ár.
Gísli Ferdinandsson f. 13. október 1927.
Gísli gekk til liðs við Svaninn sem flautuleikari 1947 og starfaði óslitið allt til ársins 1997 eða í 50 ár. Gísli var fyrsti menntaði :hljóðfæraleikarinn sem hóf störf með Svaninum.
Eysteinn Guðmundsson f. 5. ágúst 1923.
Eysteinn hóf störf með Svaninum 1946 og starfaði óslitið til ársins 1971 eða í 27 ár. Hann lék lengst af á trompet en síðustu árin á althorn.
Sæbjörn Jónsson f. 19. október 1938 - d. 7. ágúst 2006.
Sæbjörn gekk til liðs við Svaninn 1960 sem trompetleikari. Árið 1974 tók hann við sem stjórnandi og gengdi því starfi til ársins 1982.
Jón Sigurðsson f. 16. mars 1927 - d. 16. ágúst 2018.
Jón kom til starfa fyrir Svaninn sem stjórnandi 1961 og gengdi því starfi til 1971.
  1. fyrstu innlendu steríóplötuna á Íslandi


Lúðrasveitir í SÍL
Lúðrasveit Akureyrar | Lúðrasveit Akraness | Lúðrasveit Hafnarfjarðar | Lúðrasveit Hornafjarðar | Lúðrasveit Húsavíkur | Lúðrasveit Reykjavíkur | Lúðrasveit Selfoss | Lúðrasveit Stykkishólms | Lúðrasveitin Svanur | Lúðrasveit verkalýðsins | Lúðrasveit Vestmannaeyja | Lúðrasveit Þorlákshafnar