Sjómannadagurinn
Útlit
Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði[1] en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Sjómannadagurinn.
- Fyrsti sjómannadagurinn; grein í Alþýðublaðinu 1938
- Stórfengleg hátíðahöld sjómanna; grein í Morgunblaðinu 1938
- Íslendingar og hafið; grein í Sjómannablaðinu Víkingi 1968
- Sjómannadagurin var stofnaður til þess að efla samstöðu meðal sjómanna; grein í Morgunblaðinu 1988
- Fyrsti sjómannadagurinn ógleymanlegur; hluti af grein í Sjómannablaðinu Víkingi 1983