Kýríakos Mítsotakís
Kýríakos Mítsotakís | |
---|---|
Κυριάκος Μητσοτάκης | |
Forsætisráðherra Grikklands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 26. júní 2023 | |
Forseti | Katerína Sakellaropúlú |
Forveri | Íoannís Sarmas |
Í embætti 8. júlí 2019 – 24. maí 2023 | |
Forseti | Prokopís Pavlopúlos Katerína Sakellaropúlú |
Forveri | Alexís Tsípras |
Eftirmaður | Íoannís Sarmas |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 4. mars 1968 Aþenu, Grikklandi |
Þjóðerni | Grískur |
Stjórnmálaflokkur | Nýtt lýðræði |
Maki | Mareva Grabowski |
Börn | 3 |
Háskóli | Harvard-háskóli (BA, MBA) Stanford-háskóli (MA) |
Undirskrift |
Kýríakos Mítsotakís (grískt letur: Κυριάκος Μητσοτάκης; f. 4. mars 1968) er grískur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Grikklands. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Mítsotakís er leiðtogi mið-hægriflokksins Nýs lýðræðis, sem vann afgerandi sigra í þingkosningum árin 2019 og 2023. Faðir Kýríakosar Mítsotakís var Konstantínos Mítsotakís, sem var forsætisráðherra Grikklands frá 1990 til 1993.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Kýríakos Mítsotakís er af gömlum grískum valdaættum. Hann er sonur fyrrum forsætisráðherrans Konstantínos Mítsotakís, bróðir fyrrum utanríkisráðherrans Doru Bakojanní og frændi fyrrum forsætisráðherranna Elevþeríos Venízelos og Sofoklís Venízelos. Mítsotakís og fjölskylda hans hafa löngum verið talin til hinnar frjálslyndu miðju í grískum stjórnmálum og nokkuð vinstra megin við hörðustu fylgismenn stjórnmálaflokks þeirra, Nýs lýðræðis.[1]
Mítsotakís nam meðal annars við Harvard-háskóla og vann fyrir fjármálastofnanir og banka áður en hann hóf feril í stjórnmálum. Hann tók við forystu Nýs lýðræðis árið 2016 og lagði þá áherslu á að nútímavæða flokkinn. Í efnahagsmálum reyndi Nýtt lýðræði undir stjórn Mítsotakís að höfða til miðjufylgis í efnahagsmálum en hefur reynt að höfða til kjósenda öfgahægriflokksins Gullinnar dögunnar í þjóðernismálum. Þetta var meðal annars gert með því að marka harðari stefnu í útlendingamálum og andmæla samningi þáverandi grísku stjórnarinnar við nágrannaríkið Lýðveldið Makedóníu sem leiddi til þess að nafni síðarnefnda ríkisins var breytt í Norður-Makedóníu árið 2019.[2]
Mítsotakís leiddi Nýtt lýðræði til stórsigurs í þingkosningum Grikklands árið 2019. Flokkurinn hlaut tæp fjörutíu prósent atkvæðanna, sem skilaði honum hreinum meirihluta á gríska þinginu.[1] Mítsotakís tók í kjölfarið við af Alexís Tsípras sem forsætisráðherra Grikklands.
Á stjórnartíð Mítsotakís hefur verið efnahagslegur uppgangur á Grikklandi sem meðal annars leiddi til þess að matsfyrirtækið S&P hækkaði árið 2023 lánshæfismat Grikklands úr ruslflokki í fjárfestingaflokk. Skuldabréf Grikklands höfðu verið í ruslflokki frá árinu 2010.[3]
Nýtt lýðræði vann aftur góðan sigur í þingkosningum árið 2023. Flokkurinn vann rúm fjörutíu prósent atkvæða en hlaut ekki hreinan meirihluta þingsæta. Mítsotakís sagðist ekki vilja mynda samsteypustjórn og að því yrði að líkindum efnt til annarrar kosningaumferðar til að treysta stjórnarmeirihlutann á þingi.[4][5] Flokkur Mítsotakís vann hreinan meirihluta þegar kosningarnar voru endurteknar þann 25. júní.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Mitsotakis sigurvegari í Grikklandi“. Fréttablaðið. 8. júlí 2019. bls. 6.
- ↑ „Mið-hægrimenn með hreinan meirihluta á gríska þinginu“. Varðberg. 7. júlí 2019. Sótt 22. maí 2023.
- ↑ „Efnahagsleg uppsveifla í Grikklandi skilar íhaldsmönnum kosningasigri“. Viðskiptablaðið. 22. maí 2023. Sótt 22. maí 2023.
- ↑ Gunnar Reynir Valþórsson (22. maí 2023). „Mitsotakis fagnaði sigri á Grikklandi en vill hreinan meirihluta“. Vísir. Sótt 22. maí 2023.
- ↑ „Lýsir yfir stórsigri en ætlar sér hreinan meirihluta“. mbl.is. 21. maí 2023. Sótt 22. maí 2023.
- ↑ Eiður Þór Árnason (25. júní 2023). „Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi“. Vísir. Sótt 25. júní 2023.
Fyrirrennari: Alexís Tsípras |
|
Eftirmaður: Íoannís Sarmas | |||
Fyrirrennari: Íoannís Sarmas |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |