Krímskagi
Krímskagi er skagi sem teygir sig út í Svartahafið. Samkvæmt manntali frá 2014 búa þar tæplega 2,3 milljónir manna. Meirihluti þeirra telja sig Rússa og tala rússnesku. [heimild vantar]
Krímskaginn hefur oftar en einu sinni komist í heimsfréttirnar. Krímstríðið var háð á miðri 19. öld á milli Rússa og vestrænna bandamanna ásamt Ottóman-Tyrkjum. Á Jalta-ráðstefnunni sem haldin var í Jalta á Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldar réðu sigurvegararnir ráðum sínum um skiptingu Evrópu að stríðinu loknu.
Skaginn tilheyrði Úkraínu uns Rússar hertóku hann og limuðu hann inn í Rússland árið 2014. Í Rússlandi telst hann jafnt sjálfstjórnarsvæði sem er lýðveldi.
Innlimun Rússlands á Krímskaga
[breyta | breyta frumkóða]Í febrúar 2014 komu upp eldfimar aðstæður á Krímskaganum í kjölfar úkraínsku byltingarinnar. Í framhaldi af því hertók rússneski herinn Krímskaga,[1][2] setti á fót nýja ríkisstjórn skipaða bandamönnum Rússlands[3][4] og hélt atkvæðagreiðslu meðal Krímverja þar sem kosið var á milli þess að vera áfram hluti af Úkraínu eða að ganga til liðs við rússneska sambandslýðveldið. Opinber niðurstaða hennar var að afdráttarlaus meirihluti, eða yfir 90%, kaus að slíta sambandinu við Úkraínu og sameinast Rússlandi. Deilt hefur verið um lögmæti, framkvæmd, kjörsókn og meintar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og meirihluti alþjóðasamfélagsins hefur því ekki viðurkennt innlimun Rússlands á Krímskaga.[5] Úkraína er með mál til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu um mannréttindabrot tengd valdatökunni.[6]
Innrás Rússa í Úkraínu 2022
[breyta | breyta frumkóða]- Sjá aðalgrein Innrás Rússa í Úkraínu 2022
Rússland gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Til að veikja mátt rússneska hersins gerðu Úkraínumenn árás á herstöðvar Rússa á Krímskaga í ágúst sama ár og veiktu flota og herflugvöll umtalsvert með því að sprengja skip og herþotur. [7] Árásir héldu áfram árið 2023. [8]
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Amanda Macias (2015). „How Russia Took Crimea“. Business Insider. Sótt 1. apríl 2019.
- ↑ „Putin Admits Russian Forces Were Deployed to Crimea“. Reuters. 2014. Sótt 1. apríl 2019.
- ↑ Number of Crimean deputies present at referendum resolution vote unclear. Interfax-Ukraine, 27. febríar 2014.
- ↑ RPT-INSIGHT: How the separatists delivered Crimea to Moscow Geymt 19 október 2017 í Wayback Machine. Reuters, 13, mars 2014.
- ↑ The Crimea Crisis – An International Law Perspective Marxsen, Christian (2014). Max-Planck-Institut. Skoðað 1. apríl 2019.
- ↑ Europe's rights court accepts Ukraine case against Russia The Independant. 14. janúar 2021
- ↑ BBC News - Ukraine's Crimean fightback having 'psychological impact' on Russia BBC, sótt 19/8 2022
- ↑ Sókn Úkraínumanna fer vaxandi á Krímskaga Rúv, sótt 23/9 2023