Fara í innihald

Krímskagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krímskagi (bleikur)

Krímskagi er skagi sem teygir sig út í Svartahafið. Samkvæmt manntali frá 2014 búa þar tæplega 2,3 milljónir manna. Meirihluti þeirra telja sig Rússa og tala rússnesku. [heimild vantar]

Krímskaginn hefur oftar en einu sinni komist í heimsfréttirnar. Krímstríðið var háð á miðri 19. öld á milli Rússa og vestrænna bandamanna ásamt Ottóman-Tyrkjum. Á Jalta-ráðstefnunni sem haldin var í Jalta á Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldar réðu sigurvegararnir ráðum sínum um skiptingu Evrópu að stríðinu loknu.

Skaginn tilheyrði Úkraínu uns Rússar hertóku hann og limuðu hann inn í Rússland árið 2014. Í Rússlandi telst hann jafnt sjálfstjórnarsvæði sem er lýðveldi.

Innlimun Rússlands á Krímskaga

[breyta | breyta frumkóða]

Í febrúar 2014 komu upp eldfimar aðstæður á Krímskaganum í kjölfar úkraínsku byltingarinnar. Í framhaldi af því hertók rússneski herinn Krímskaga,[1][2] setti á fót nýja ríkisstjórn skipaða bandamönnum Rússlands[3][4] og hélt atkvæðagreiðslu meðal Krímverja þar sem kosið var á milli þess að vera áfram hluti af Úkraínu eða að ganga til liðs við rússneska sambandslýðveldið. Opinber niðurstaða hennar var að afdráttarlaus meirihluti, eða yfir 90%, kaus að slíta sambandinu við Úkraínu og sameinast Rússlandi. Deilt hefur verið um lögmæti, framkvæmd, kjörsókn og meintar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og meirihluti alþjóðasamfélagsins hefur því ekki viðurkennt innlimun Rússlands á Krímskaga.[5] Úkraína er með mál til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu um mannréttindabrot tengd valdatökunni.[6]

Innrás Rússa í Úkraínu 2022

[breyta | breyta frumkóða]
Sjá aðalgrein Innrás Rússa í Úkraínu 2022

Rússland gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Til að veikja mátt rússneska hersins gerðu Úkraínumenn árás á herstöðvar Rússa á Krímskaga í ágúst sama ár og veiktu flota og herflugvöll umtalsvert með því að sprengja skip og herþotur. [7] Árásir héldu áfram árið 2023. [8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Amanda Macias (2015). „How Russia Took Crimea“. Business Insider. Sótt 1. apríl 2019.
  2. „Putin Admits Russian Forces Were Deployed to Crimea“. Reuters. 2014. Sótt 1. apríl 2019.
  3. Number of Crimean deputies present at referendum resolution vote unclear. Interfax-Ukraine, 27. febríar 2014.
  4. RPT-INSIGHT: How the separatists delivered Crimea to Moscow Geymt 19 október 2017 í Wayback Machine. Reuters, 13, mars 2014.
  5. The Crimea Crisis – An International Law Perspective Marxsen, Christian (2014). Max-Planck-Institut. Skoðað 1. apríl 2019.
  6. Europe's rights court accepts Ukraine case against Russia The Independant. 14. janúar 2021
  7. BBC News - Ukraine's Crimean fightback having 'psychological impact' on Russia BBC, sótt 19/8 2022
  8. Sókn Úkraínumanna fer vaxandi á Krímskaga Rúv, sótt 23/9 2023