Kristín L. Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kristín L. Sigurðardóttir fædd. 23. mars 1898, dáin 31. október 1971 var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kristín varð landskjörin alþingismaður í alþingiskosningunum 1949 og varð þar með fimmta íslenska konan sem kjörin var til setu á Alþingi. Kosningarnar mörkuðu þau tímamót að þetta voru fyrstu alþingiskosningarnar hér á landi þar sem tvær konur voru kosnar á þing en ásamt Kristínu hlaut Rannveig Þorsteinsdóttir lögfræðingur sæti á Alþingi.[1]

Foreldrar Kristínar voru Sigurður Þórólfsson skólastjóri á Hvítarbakka í Borgarfirði og fyrri kona hans Anna Guðmundsdóttir húsmóðir sem lést þegar Kristín var tveggja ára gömul. Á meðal hálfsystkina Kristínar samfeðra voru Þorgrímur Vídalín Sigurðsson prófastur á Grenjaðarstað í Aðaldal, Anna Sigurðardóttir stofnandi Kvennasögusafns Íslands, Ásberg Sigurðsson alþingismaður og borgarfógeti og Valborg Sigurðardóttir skólastjóri Fósturskóla Íslands.[2]

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Kristín stundaði nám í Lýðskólanum á Hvítárbakka árin 19131915 og stundaði verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík 19151918. Árið 1919 gekk hún í hjónaband með Karli Óskari Bjarnasyni varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík og eignuðist þau þrjú börn. Kristín sinnti húsmóðurstörfum ásamt ýmsum félagsstörfum en var kosin á Alþingi í alþingiskosningunum 1949 og sat eitt kjörtímabil sem alþingismaður en í kosningunum árið 1953 varð hún varaþingmaður.

Kristín sat í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937 og sem ritari fyrstu ellefu árin. Í áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði frá stofnun 1945 og formaður nefndarinnar fyrstu þrjú árin. Formaður framkvæmdanefndar Hallveigarstaða 1950—1966, sat í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1952—1968. Í miðstjórn og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1956. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1956—1965. Í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík 1961—1966 og í barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1962—1966.[3]

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingiskosningar 23. og 24. okt. 1949, Nýtt kvennablað, 7. tbl. 1949.
  2. Merkir Íslendingar: Kristín L. Sigurðardóttir, Morgunblaðið, 22. mars 2014, (skoðað 5. maí 2019)
  3. Alþingi, Æviágrip- Kristín L. Sigurðardóttir, (skoðað 5. maí 2019)