Fara í innihald

Hvítárbakki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvítárbakki er í Bæjarsveit, á milli Grímsár og Flókadalsár. Þar stofnaði Sigurður Þórólfsson (1869-1929) einn fyrsta lýðháskóla landsins árið 1905. Lýðháskólinn á Hvítárbakka var rekinn að norrænni fyrirmynd til 1920. Héraðsmót voru haldin á Hvítárbakka sem var vinsæll samkomustaður, þar til þau voru flutt að Þjóðólfsholti hjá Ferjukoti.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.