Kollafjörður (Faxaflóa)
Útlit
(Endurbeint frá Kollafjörður (Reykjavík))
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kollafjörður (Faxaflóa).
Kollafjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa suðaustanverðum. Hann nær frá Kjalarnesi, við mynni Hvalfjarðar að Seltjarnarnesi, en þar fyrir sunnan er Skerjafjörður . Í Kollafirði eru nokkrar stórar eyjar sem flestar hafa verið byggðar á einhverjum tíma. Eyjarnar eru Akurey, Engey, Viðey, Þerney og Lundey. Norðan megin við fjörðinn er Kjalarnesið og fjallið Esja, austan megin eru Mosfell og Reykjafell og Mosfellssveit og Leirvogur og sunnan megin við fjörðinn eru Elliðavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes. Þrjú sveitarfélög eiga land að Kollafirði: Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.