Kolgrafamúli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolgrafamúli er 427 m hátt fjall austan Kolgrafafjarðar, sem er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Kolgrafamúli er að þó nokkrum hluta úr ljósgrýti og eru skriður múlans því nokkuð áberandi og litskrúðugar, þar sem þær blasa við þeim er eiga ferð um Eyrar- og Helgafellssveit. Í fjallinu hafa enn fremur fundist djúpbergstegundir á borð við granófýr og gabbró og þá einnig jaspis, hrafntinna og geislasteinar. Brú sem lögð var yfir Kolgrafafjörð árið 2004, styttir leiðina á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um rúma 6 km.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.