Jaspis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Rauður jaspis

Jaspis er steind og afbrigði af kalsedóni. Nafnið er ævafornt og má rekja til Biblíunnar.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Jaspis er ógegnsær og hefur engan gljáa. Striklitur með aðkomuefni í sér, aðallega járnsambönd og leir. Hann er oftast gulur, grænleitur, rauður og móleitur á litinn. Blár jaspis er til en finnst sjaldan.

  • Efnasamsetning: SiO2
  • Kristalgerð: dulkristallaður
  • Harka: 7
  • Eðlisþyngd: 2,57-2,65
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Jaspis er stærsta holufylling er finnst á Íslandi. Stórar blokkir allt að 50-100 kg hafa fundist.

Viðarsteinn er vanalega úr jaspis.

Finnst í basalti og líparíti en er líka að finna í lögum. Þekktasti fundarstaður Hestfjall, Borgarfirði.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.