Fara í innihald

Košice

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Košice
Košice er staðsett í Slóvakíu
Košice

48°43′N 21°15′A / 48.717°N 21.250°A / 48.717; 21.250

Land Slóvakía
Íbúafjöldi 238 757[1] (2018)
Flatarmál 242,8 km²
Póstnúmer 040 01–044 99
Myndir frá Košice.

Košice (slóvakíska: [ˈkɔʃɪʦɛ]; framburður; ungverska: Kassa; þýska: Kaschau; nýlatína: Cassovia) er næststærsta borg Slóvakíu, með um 240 þúsund íbúa (2018).

Košice stendur við ána Hornád við austurenda Slóvakísku málmfjallanna, á mörkun Karpatafjalla og Pannónísku sléttunnar. Miðja borgarinnar er í um 20 km fjarlægð frá landamærum Ungverjalands í suðri, 70 km frá Úkraínu í austri og 70 km frá Póllandi í norðri. Í næsta nágrenni eru Prešov, þriðja stærsta borg landsins (40 km vegalengd til norðurs); Miskolc í Ungverjalandi (90 km til suðvesturs) og Uzhhorod í Úkraínu (100 km til austurs). Næstu stórborgir eru Bratislava (440 km til vesturs), Búdapest (260 km til suðvesturs) og Kraká (260 km til norðurs).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Population and migration“. Hagstofa Slóvakíu. Sótt 16. apríl 2019.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Opinber vefsíða Košice

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.