Eugen von Böhm-Bawerk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eugen Böhm von Bawerk
Eugen von Böhm-Bawerk
Fæddur 12. febrúar 1851
Brünn, austurríska keisaradæminu (nú Brno, Tékklandi)
Látinn 27. ágúst 1914 (63 ára)
Kramsach, Austurríki-Ungverjalandi
Þjóðerni Austurrískur
Hagfræðistefna Austurríski skólinn
Starf/staða Hagfræðingur, fjármálaráðherra
Áhrifavaldar Carl Menger
Hafði áhrif á Joseph Schumpeter, Ludwig von Mises, Henryk Grossman

Eugen Ritter von Böhm-Bawerk (12. febrúar 1851 – 27. ágúst 1914) var austurrískur hagfræðingur sem átti mikilvægt framalag í þróun austurríska hagfræðiskólans og einnig í nýklassískri hagfræði. Hann starfaði með hléum sem fjármálaráðherra Austurríkis á milli 1895 og 1904. Einnig skrifaði hann mikið af gagnrýni á Marxisma.

Líf og störf[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1881 fór hann að kenna í háskólanum í Innsbruck og var hann þar allt til árið 1889. Á þeim tíma þá skrifaði hann fyrstu tvö bindin af þremur af meistaraverkinu sínu sem bar nafnið Kapital und Kapitalzins.

Árið 1889 var hann fenginn til þess að semja tillögu um umbætur á skattlögum Austurríkis. Austurríska kerfið skattlagði mikið framleiðslu, og þá sérstaklega á stríðsárunum, og veitti með því mikla hvatingu til fjárfestingar. Tillaga Böhm-Bawerk kallaði á nútímalegan tekjuskatt, sem var fljótlega samþykktur og bar mikinn árangur á næstu árum.

Sem fjármálaráðherra barðist hann stöðugt fyrir ströngu og miklu viðhaldi á lögfestum gullstaðli og jafnvægi í fjárhagsáætlunum. Árið 1902 aflétti hann sykurstyrknum, sem hafði verið einkenni í austurríska hagkerfinu í nær tvær aldir. Hann hætti sem fjármálaráðherra árið 1904, þegar auknar fjármálakröfur hersins hótuðu að koma fjárhag í ójafnvægi. Alexander Gerschenkron sem sagnfræðingur í hagfræði gagnrýndi Böhm-Bawerk mikið og kennir honum um afturhaldssemi Austurríkis í fjármálum þar sem Böhm-Bawerk vildi ekki leggja mikið fjármagn í opinberar framkvæmdir.

Eugen kenndi hagfræði við Háskólanum í Vínarborg þangað til hann lést árið 1914.[1]

Mynd af Böhm-Bawerk var á austurríska hundrað skildninga seðlinum á milli áranna 1984 og 2002, þegar Evran var tekin upp.

Gagnrýni á Karl Marx[breyta | breyta frumkóða]

Eugen Böhm von Bawerk skrifaði bókina Zum Abschluss des Marxschen Systems sem kom út árið 1896 og er sú bók talinn vera eitt af bestum gagnrýnum á hagfræði kenningum Karls Marx. Eugen Von Böhm-Bawerk hefur sjálfsagt lagt mikla vinnu í að lesa þar sem bækur Marx geta verið mjög langar, sem dæmi þá eru Das Kapital-bækurnar í heild sinni 2910 blaðsíður. Það sem Eugen Von Böhm-Bawerk skrifaði um í bókinni sinni Zum Abschluss des Marxschen Systems var það að gildislögmál Karls Marx sem var skrifað um í fyrsta bindi Das Kapitalværi í mótsögn á móti kenningu hans sjálfs í þriðja bindinu um hagnað og verð á framleiðslu. Eugen Von Böhm-Bawerk fannst líka að Karl Marx væri að gera lítið úr áhrifum framboðs og eftirspurnar.

Vegna þessarar bókar hefur Eugen Von Böhm-Bawerk verið talinn einn sá fyrsti til að skjóta niður vinnukenningu Karls Marx. Margir sósíalistar voru ósammála Eugen Von Böhm-Bawerk og meiri að segja skrifaði þýski jafnaðarmaðurinn Rudolf Hilferding ritgerðina „Böhm-Bawerks Marx-Kritik“ árið 1920 til varnar kenningum Marx gegn Böhm-Bawerk. Hilferding taldi að Eugen Von Böhm-Bawerk væri aðeins að sjá trén í staðinn fyrir skóginn og væri aðeins að líta á ómikilvæg smáatriði. Böhm-Bawerk gagnrýndi líka hugmynd Marx um arðrán verkalýðsins sem gengur út á að þeir sem eiga fyrirtæki séu að nota starfsfólkið heldur en að hjálpa þeim með því að vinna hjá þeim, því fyrirtæki greiða út laun áður en varan sem framleidd sé seld.[2][3]

Gagnrýni á aðránskenninguna[breyta | breyta frumkóða]

Kenning Marx um arðrán verkalýðsins snýr að því þegar aðilar hagnast á verkum eða frammistöðu annara. Í kenningunni er því gerð greinaskil að starfsmenn sem vinna að framleiðslu vöru fái ekki allan þann ágóða sem til verður af sölu hennar., heldur að fjármagnseigendur sitji á ákveðnum hluta ágóðans. Vildi Marx halda því fram að með slíku athæfi væri verið að hlunnfara starfsmenn framleiðslu af sínum ágóða.

Böhm-Bawerk vildi meina að kenning þessi stæðist ekki skoðun, jafnvel þótt dæmi væru tekin um vörur sem einungis kröfðust vinnuafls til framleiðslu.

Sú ástæða í kenningu Marx sem notuð var til réttlætingar á hlutfalli fjármagnseigenda í söluverðinu var að starfsmenn framleiðslu fengju í hendur launagreiðslu áður en vara væri seld, jafnvel burt séð frá því hvort vara sejist í náinni framtíð eða ekki. Þessu samhliða væru fjármagneigendur að taka á sig ákveðna áhættu og binda í verkefninu fé sem átti þá að réttlæta að þeir fengju í sinn hlut hluta hagnaðar.

Að þessu sögðu vildi Böhm-Bawerk því meina að fjármagnseigendur væru ekki að hlunnfara verkafólkið heldur styðja við það og veita þeim vettvang til athafna sinna án óþarfa óstöðugleika.

Þessi sjónarmið sjáum við fólk takast á dagsdaglega einn þann dag í dag, hversu mikilvægur og útskýranlegur þáttur fjármagnseigenda er í hagkerfinu. Einhverjir eru fylgjandi og aðrir á móti. Gaman getur verið að benda fólki á kenningar Marx´s og Böhm-Bawerk í slíkum umræðum.[4]

Notagildi vaxta[breyta | breyta frumkóða]

Eugen Ritter von Böhm-Bawerk gaf út þrjár meginástæður fyrir því að vextir væru jákvæðir. Meðal annars að jaðarlaun myndu lækka til lengri tíma þar sem það er búist við að framtíðarlaun munu hækka. Seinni ástæðan var sú að við metum núvirði af gæðum meira heldur enn framtíðarvirði. Því vilji fólk frekar neyta vörur strax heldur enn að bíða. Neytandinn myndi einungis neyta vörunnar seinna ef greiddir væru vextir.

Síðasta kenningin tengd vöxtum er að ef breytingar eru gerðar á framleiðsluni eins og bætur þá er hægt að auka framleðslu út frá sömu auðlindum. Ef við tökum dæmi þá getur hópi fólks veitt nægilega mikinn fisk til að búa til mat fyrir alla í einn dag. Enn fólkið gæti hópað sér saman í einn dag og búið til tæki og tól til að auka framleiðslugetu.

Síðasta kenningin er þó ekki viðtæk því margir eru ósammála henni. Fyrstu tvær eru kenningarnar eru víða samþykktar enda hægt að tengja mikið við nútímann.[5]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Grein úr MisesInstitute

Grein úr DBpedia Grein úr Academic

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Eugen von Böhm-Bawerk“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 8. október 2021.
  2. „Refuted Marxism: Eugen von Böhm-Bawerk“. The Conservative. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. október 2021. Sótt 8. október 2021.
  3. Marxist Ideology in the Contemporary World: Its Appeals and Paradoxes. Drachkovithc,M.M. 1973.
  4. Zwolinski, Matt; Wertheimer, Alan (20. desember 2001). „Exploitation“.
  5. „Eugen von Böhm-Bawerk“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 8. október 2021.