Ávöxtun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ávöxtun í viðskiptum vísar til verðmætaaukningar fjármagns yfir ákveðið tímabil, oftast sett fram í prósentum á ársgrundvelli. Ef 1000 krónur eru settar inn á vaxtaberandi reikning núna eru orðnar 1100 krónur eftir 1 ár hefur ávöxtunin verið 10% á ársgrundvelli. Ávöxtun er því einnig mælikvarði á hlutfallslegan hagnað af fjárfestingunni.

Raunávöxtun er ávöxtun mæld í raunvöxtum sem eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Með verðtryggingu fjárskuldbindinga er leitast við að tryggja jákvæða og gjarnan stöðuga raunávöxtun af þeim.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.