„Vestrómverska keisaradæmið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: nl:West-Romeinse Rijk
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sw:Dola la Roma Magharibi
Lína 40: Lína 40:
[[sr:Западно римско царство]]
[[sr:Западно римско царство]]
[[sv:Västromerska riket]]
[[sv:Västromerska riket]]
[[sw:Dola la Roma Magharibi]]
[[tr:Batı Roma İmparatorluğu]]
[[tr:Batı Roma İmparatorluğu]]

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2007 kl. 14:44

Vestrómverska keisaradæmið árið 395.

Vestrómverska keisaradæmið eða Vestrómverska ríkið er vesturhluti Rómaveldis kallaður eftir skiptingu ríkisins í tvennt. Skipting ríkisins átti sér ekki stað í einum hvelli. Díókletíanus keisari lagði grunninn að skiptingunni árið 286. Theodosius I var síðasti keisarinn sem ríkti yfir öllu Rómaveldi. Hann lést árið 395 en þá varð skiptingin óafturkræf. Vestrómverska ríkið leið formlega undir lok árið 4. september 476 þegar Rómúlus Ágústus, síðasti keisari Vestrómverska ríkisins, neyddist til að láta af völdum og óformlega þegar Julius Nepos, síðasti lögmæti keisari Vestrómverska ríkisins, lést árið 480. Austrómverska ríkið var á hinn bóginn mun langlífara og varði allt til ársins 1453.

Venjan er að miða upphaf miðalda við endalok Vestrómverska ríkisins.