Plebeiar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Plebeiar (latína et.: plebeius) voru stétt almennra borgara í Rómaveldi sem var á milli aðalsstéttarinnar, patrisía, og réttlausra þræla. Plebeiar höfðu full borgaraleg réttindi og gátu orðið ríkir og valdamiklir. Á síðustu tímum lýðveldisins og keisaradæmisins gátu plebeiar orðið meðlimir í öldungaráðinu. Samkvæmt rómverskum sögnum voru plebeiarnir afkomendur þeirra þjóða sem Rómverjar höfðu lagt undir sig og innlimað í Rómaveldi en sú söguskoðun er ekki rétt.

Orðið er uppruni orðsins „plebbi“ í íslensku, sem þýðir lágkúrulegur maður.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.