Fara í innihald

Orrustan við Actíum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustan við Actíum eftir Lorenzo A. Castro frá 1672.

Orrustan við Actíum var sjóorrusta milli herja Octavianusar annars vegar og Marcusar Antoniusar og Kleópötru, drottningar Egyptalands, hins vegar. Orrustan var háð 2. september árið 31 f.Kr. skammt frá rómversku nýlendunni Actíum á norðvestanverðu Grikklandi við Jónahaf. Fyrir flota Octavianusar fór Marcus Vipsanius Agrippa en Antonius stjórnaði sjálfur flota þeirra Kleópötru. Floti Octavianusar hafði sigur. Í kjölfarið varð Octavíanus valdamesti maður Rómar, hlaut titilinn princeps Augustus og varð fyrsti keisari Rómaveldis. Af þessum sökum eru endalok lýðveldistímans í Róm stundum miðuð við þessa orrustu.

Orrustan við Actíum var síðasta mikla sjóorrustan í fornöld.