„Charles Darwin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ég breytti "uppgvötanir" í "uppgötvanir" :)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 6: Lína 6:


== Æska ==
== Æska ==
Darwin fæddist í [[Shrewsbury]] á [[England]]i. Hann fæddist inn í ríka fjölskyldu en faðir hans var [[Robert Darwin]] einn hæst launaði héraðslæknir síns tíma. Afi hans var læknirinn, náttúrufræðingurinn og ljóðskáldið [[Erasmus Darwin]] sem hafði sett fram vísi að þróunarkenningu undir lok 18. aldar.
Darwin fæddist í [[Shrewsbury]] í [[England]]i. Hann fæddist inn í ríka fjölskyldu en faðir hans var [[Robert Darwin]] einn hæst launaði héraðslæknir síns tíma. Afi hans var læknirinn, náttúrufræðingurinn og ljóðskáldið [[Erasmus Darwin]] sem hafði sett fram vísi að þróunarkenningu undir lok 18. aldar.
Frá æsku hafði Darwin áhuga á lífríki jarðar og safnaði hann gjarnan fuglaeggjum, skeljum og ýmsum öðrum hlutum sem tengdust náttúrufræði. Darwin átti auðvelt með að læra en hafði ekki sérstaklega gaman af því, honum leiddist þó aldrei að stúdera náttúruna eða hluti sem tengdust henni. [http://www.amnh.org/exhibitions/darwin/young/]
Frá æsku hafði Darwin áhuga á lífríki jarðar og safnaði hann gjarnan fuglaeggjum, skeljum og ýmsum öðrum hlutum sem tengdust náttúrufræði. Darwin átti auðvelt með að læra en hafði ekki sérstaklega gaman af því, honum leiddist þó aldrei að stúdera náttúruna eða hluti sem tengdust henni. [http://www.amnh.org/exhibitions/darwin/young/]



Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2020 kl. 10:11

Charles Darwin 51. árs; ljósmynd frá 1859 eða 1860.
1859 útgáfan af Uppruni tegundanna.
Charles Darwin, sjö ára. Olíumynd frá 1816.
Ferðin með Beagle

Charles Darwin (12. febrúar 180919. apríl 1882) var breskur náttúrufræðingur sem þekktastur er fyrir kenningu sína um þróun lífvera vegna náttúruvals.

Æska

Darwin fæddist í Shrewsbury í Englandi. Hann fæddist inn í ríka fjölskyldu en faðir hans var Robert Darwin einn hæst launaði héraðslæknir síns tíma. Afi hans var læknirinn, náttúrufræðingurinn og ljóðskáldið Erasmus Darwin sem hafði sett fram vísi að þróunarkenningu undir lok 18. aldar. Frá æsku hafði Darwin áhuga á lífríki jarðar og safnaði hann gjarnan fuglaeggjum, skeljum og ýmsum öðrum hlutum sem tengdust náttúrufræði. Darwin átti auðvelt með að læra en hafði ekki sérstaklega gaman af því, honum leiddist þó aldrei að stúdera náttúruna eða hluti sem tengdust henni. [1]

Hann stundaði nám í læknisfræði í Edinborg á árunum 18251827 og var það honum traustur grunnur í líffræðirannsóknum hans í framtíðinni. Hann gafst þó snemma upp á læknisfræðinni vegna þess að hann gat ekki verið viðstaddur aðgerðir sem framkvæmdar voru án deyfingar. Faðir hans sendi hann þá til Cambridge þar sem ætlunin var að hann lyki við B.A.-gráðu og lærði síðan til prests. Í Cambridge tók hann þátt í vísindatilraunum af miklum krafti og áhuga og kynntist við það mönnum eins og grasafræðingnum Steven Henslow og jarðfræðingnum Adam Sedgwick. Það var síðan Henslow sem mælti með Darwin í hnattsiglinguna með HMS Beagle, sem er talinn einn afdrifaríkasti viðburður í lífi Darwins.

Ferðir með Beagle

Hann tók sér stöðu um borð sem ólaunaður vísindamaður til þess að rannsaka lífríki framandi slóða. Ferðin með skipinu hófst árið 1831 og endaði með að taka 5 ár, sigldu þeir meðal annars til stranda Suður-Ameríku, Tahítí, Nýja-Sjálands, Suður-Afríku og Galapagos eyjanna þar sem Darwin er talinn hafa gert sínar merkustu uppgötvanir. Darwin sagði síðar sjálfur að ferðin hefði verið einn mikilvægasti atburður lífs síns. Hann hóf ferðina ný útskrifaður úr háskóla 22 ára að aldri en þegar hann sneri aftur úr henni þá var hann orðinn virtur náttúrufræðingur og þekktur fyrir viðamikið safn af munum sem hann hafði safnað í ferðinni. Ferðin veitti honum mikla reynslu sem nýttist honum í rannsóknum sem hann framkvæmdi síðar. [2] Partur af rannsóknum hans tengdist meðal annars ræktun en hann hafði mikinn áhuga á því hvernig hægt var að rækta dýr líkt og hunda og dúfur. Á meðan á ferðinni stóð hélt hann sambandi við fjölskyldu og vini með bréfasendingum, en hann fékk jafnframt fréttir að heiman frá föður sínum og systrum. [3]

Darwin sendi í fyrstu heim jarðfræðiskýrslur sínar sem hjálpuðu mikið til við að útskýra þróun jarðfræðistöðu jarðarinnar. Hann trúði að heimurinn breyttist smám saman en ekki í stórum hamförum eins margir trúðu á þessum tíma.

Hann gerði einnig mikilvægar líffræðilegar uppgötvanir fljótlega þótt hann hafi ekki áttað sig á mikilvægi þeirra strax. Til dæmis fann hann steingervinga útdauðra tegunda og ævaforna kuðunga í hlíðum Andesfjallana. Hann vissi ekki hvernig þetta hefði komið til en var viss um að kenning FitzRoys um að þetta væru tegundir sem Nói hefði ekki komið fyrir í Örkinni sinni væri ekki sönn.

Síðari ár

Eftir að hann kom heim frá heimsförinni með Beagle gaf hann út rit sín og rannsóknir sem hann gerði á The Beagle og gerði það hann frægan og vinsælan ferðahöfund. Hann starfaði eftir það í einrúmi heima hjá sér sem sjálfstæður vísindamaður, en það gátu fáir gátu gert á Viktoríutímum Englands. Robert faðir hans borgaði uppihald Charles og allan kostnað og því þurfti Charles aldrei að leita sér að launaðri vinnu.

Mikilvægasta kenning Darwins tengdist þó skorti, en það var kenningin um náttúruval. Þegar náttúruval er að verki fæðast fleiri einstaklingar en geta komist af og því lifa aðeins þeir hæfustu. Þeir fjölga sér og geta af sér fleiri „hæfa“ einstaklinga. Þróunarkenningin var upphaflega sett fram í fyrirlestri í Linné-félaginu í London árið 1858. Höfundar fyrirlestursins voru tveir, Charles Darwin og Alfred Russel Wallace (1823-1913) sem hafði komist að sömu niðurstöðum óháð Darwin. Árið eftir, 1859, gerði Darwin kenningunni betri skil með bókinni Uppruni tegundanna (On the Origin of Species).[1] Kenning hans um náttúruval og þróun olli miklu fjaðrafoki enda var kirkjan bálreið út í hann fyrir að kalla mannveruna apa. Það má teljast merkilegt að á þeim tíma sem kenning hans kom út þá fékk hún mikla umfjöllun í þjóðfélaginu en það má meðal annars rekja til minnkandi áhrifa kirkjunnar þegar kom að útgáfu bóka.

Innan við áratug seinna hafði ókyrrðin þó nánast gengið yfir og hann gaf út þrjú verk sem hjálpuðu við að leggja nýjan grunn í sálfræði. Það voru verkin Afkoma mannsins sem fjallaði um þá kenningu að öll persónueinkenni mannskepnunar og jafnvel háþróaða sálfræðilega hæfileika á borð við hugrekki, samúð, skynsemi og rökhugsun, mætti finna í frumformi sínu í öðrum dýrategundum. Því væri engin ástæða til að segja að maðurinn hafi ekki þróast í átt að núverandi mynd. Um látbrigði tilfinninga manna og dýra sagði síðan að dýr sýndu tilfinningar líkt og menn en aðeins með látbrigði og þessvegna gætu sálfræðingar rannsakað atferli dýra til þess að komast að sálfræðilegum upplýsingum um menn. Darwin hafði mikil áhrif á sálfræði með áherslu sinni á fjölbreytni einstaklinga og hvatti þannig menn enn frekar til þess að rannsaka einstaklinga og atferli þeirra í staðinn fyrir staðlaðar fjöldarannsóknir sem einbeittu sér, sér í lagi að meðaltölum og tölfræði sem á engan hátt endurspegla sálfræðilega starfsemi í mönnum.

Almenn áhrif Darwins urðu þó sérstaklega mikil hjá breskum og amerískum sálfræðingum, sem einbeittu sér aðallega að atferli og hegðun og mælingum. Af mönnum sem Darwin hafði áhrif á má nefna William James, James Angell, John Dewey, Edward Thorndike og Robert Woodworth.

Hann giftist frænku sinn Emmu Wedgwood árið 1839. Þau eignuðust 10 börn og gengu í gegnum þá sorg að missa þrjú þeirra. Eitt andaðist við fæðingu, annað lést fyrir tveggja ára aldur en það þriðja lést á tíunda aldursári. Það var í raun grimm áminning um hvernig lífið gengi í raun fyrir sig en eins og kenning hans hélt fram að aðeins þeir hæfustu lifa af.

Charles Robert Darwin lést 19. apríl 1882. Innan fárra stunda bárust fréttirnar um lát hans til Lundúna og var ákveðið að hann skyldi jarðsettur í Westminster Abbey eins og mörg stórmenni Breta, þar á meðal Isaac Newton um það bil hálfri annarri öld fyrr.

Stuttu eftir dauða Darwins kom fram í sviðsljósið skóli af félagslegum darwinisma sem dró boðskap sinn aðallega frá hugsuninni um að „hinir hæfustu komist af“. Fylgismenn félagslegs darwinisma töldu þannig að ef hver og einn berðist aðeins fyrir sjálfan sig myndi félagsheildinn herðast og verða sterkari. Þessar hugmyndir samræmast á engan hátt hugsunarhætti Darwins.

Tengt efni

Tilvísun

  1. Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?