Uppruni tegundanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða Uppruna tegundanna

Uppruni tegundanna (fullt nafn á ensku: On the Origin of Species by Means of Natural Selection, or the Preservation of Favoured Races in the Struggle for Life) er fræðirit eftir Charles Darwin sem gefið var út þann 24. nóvember 1859. Ritið er talið grunnurinn að þróunarlíffræði. Í ritinu kynnti Darwin kenningu sína um að tegundir þróast frá kynslóð til kynslóðar með náttúruvali. Þar kynnti Darwin gögn um að líffræðingur fjölbreytileiki varð til þegar verur með sameiginlegan forföður kvíslast í ólíkar áttir. Darwin nýtti gögn sem hann safnaði á leiðangri um borð í skipinu HMS Beagle á fjórða áratugi nítjándu aldar ásamt niðurstöðum rannsókna og prufa í kjölfar leiðangursins.

Þegar Uppruni tegundanna kom út höfðu mismunandi kenningar um þróun tegundanna verið lagðar fram til að útskýra nýjar uppgötvanir í vísindum. Stuðningur við slíkar kenningar ríkti meðal andófslíffærafræðinga og almennings en snemma á 19. öld hafði enska vísindamannastéttin mikil tengsl við ensku biskupakirkjuna. Kenningar um frumbreytingu (e. transmutation) tegunda voru umdeildar því þær stungu í stúf við þá trú að tegundir væru fastir hlutar í hönnuðu stigveldi og að mannfólk væri einstætt og óskýlt öðrum dýrum. Deilt var um pólítisku og guðfræðilegu afleiðingar frumbreytingarkenningarinnar en vísindamannastéttin viðurkenndi hana ekki.

Bókinni var ætlað almennum lesendum og vakti mikla athygli á sínum tíma. Því Darwin var þekktur vísindamaður var kenningum hans tekið af alvöru og sönnunargögnin sem hann kynnti hvöttu til vísindalegrar, heimspekilegrar og trúlegrar umræðu. Umræðan um bókina studdi herferð T. H. Huxley um að skilja vísindi frá trú og gera þau veraldleg. Innan tveggja áratuga ríkti sátt meðal vísindamanna um að þróun hafði átt sér stað en þeir voru þó tregir að veita kenningunni þá merkingu sem Darwin taldi viðeignandi. Á tíma svokallaða „myrkva Darwinisma“ frá 1880 til 1930 var lögð áhersla á aðrar þróunarkenningar. Fyrir fimmta áratug tuttugustu aldar hafði hugtak Darwins um aðlögun tegunda með náttúruvali fest sér sess og er nú talið grunnhugtak náttúruvísinda.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.