Jendrik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jendrik
Jendrik Sigwart.jpg
Fæddur 27. ágúst 1994
Uppruni Hamborg, Þýskaland
Hljóðfæri Söngur og Úkúlele
Tónlistarstefnur Popp
Ár 2016
Vefsíða Jendrik Sigwart - ESC 2021 - Germany 12 Points

Home | Jendrik's World

Jendrik Sigwart fæddist 27. ágúst 1994 í Hamborg og er þýskur söngvari og tónlistarmaður. Hann var fulltrúi Þýskalands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 í Rotterdam[1] og lauk keppninni í næstsíðasta sæti.[2] Uppáhaldslagið hans í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva er Think About Things með Daða og Gagnamagninu.[3]

Líf[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af Jendrik Sigwart

Jendrik fæddist í Hamborg og á fjögur systkini. Sem unglingur lærði hann að spila á píanó og fiðlu og nam söngleiksnám við háskólann Institut für Musik der Hochschule Osnabrück.[1] Á námsárum sínum kom hann fram í ýmsum söngleikjum, þar á meðal í My Fair Lady og Hairspray[1]. Einnig kom hann fram í Peter Pan[1][4] og Berlin, Berlin.[5]

Hann semur sín eigin lög sem hann birtir meðal annars á YouTube. Úkúlele er sérstaklega áberandi í hans tónlist. Í desember 2020 kynnti hann þrjú lög á styrktartónleikum fyrir flóttafólk í flóttamannabúðunum í Moria.[6] Hann býr með sambýlismanninum sínum í Hamborg.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva[breyta | breyta frumkóða]

Jendrik á sviðinu í Eurovision
Jendrik á sviðinu í Eurovision

Í febrúar 2021 var tilkynnt að hann hefði verið valinn til að vera fulltrúi Þýskalands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 í Rotterdam. Lag hans I Don't Feel hate, sem hann samdi sjálfur og framleiddi í samvinnu við Christoph Oswald, kom út 25. febrúar 2021. Boðskapur lagsins er að svara ekki hatrinu sem slær þig með hatri, heldur að finna til vorkenna hatrinu.[7]

Á úrslitakvöldinu þann 22. maí 2021 fékk hann þrjú stig frá atkvæðagreiðslu dómnefndar (tvö stig frá Austurríki, eitt stig frá Rúmeníu) á meðan hann fékk engin stig frá áhorfendum. Jendrik lauk næstsíðasta sæti, en Bretlandi rak lestina með engin stig.[8]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Lög[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Jendrik Sigwart | Steckbrief, Bilder und News“. WEB.DE News (þýska). Sótt 6. júní 2021.
  2. „Eurovision 2021 Results: Voting & Points“. Eurovisionworld. Sótt 9. júní 2021.
  3. NDR. „Jendrik - Deutschlands ESC-Kandidat 2021“. www.eurovision.de (þýska). Sótt 9. júní 2021.
  4. Herbert, Emily (26. febrúar 2021). „🇩🇪 Germany: Who Is Jendrik?“. Eurovoix (enska). Sótt 6. júní 2021.
  5. „Berlin Berlin - Show“. Facebook (enska). Sótt 6. júní 2021.
  6. „Benefizkonzert 2020: Einladung“. web.archive.org. 14. febrúar 2021. Sótt 6. júní 2021.
  7. NDR. „Songtext: Jendrik - I Don't Feel Hate“. www.eurovision.de (þýska). Sótt 9. júní 2021.
  8. Eurovision Song Contest 2021 - Grand Final - Live Stream , sótt 6. júní 2021

Fyrirmynd greinarinnar var „Jendrik“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. júni 2021.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]