Fara í innihald

István Sándorfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
István Sándorfi
Fæddur12. júní 1948
Dáinn26. desember 2007
Störfmálari
István Sándorfi árið 2006.

István Sándorfi (franska: Étienne Sandorfi, 12. júní 1948 í Búdapest26. desember 2007 í París) var ungverskur málari.

Æviferill[breyta | breyta frumkóða]

Sándorfi var aðeins átta ára gamall þegar hann byrjaði að teikna og aðeins 12 ára hóf hann að mála með olíulitum. Þar sem faðir hans vann fyrir bandarískt fyrirtæki í Ungverjalandi hlaut hann 5 ára fangelsisdóm og var ekki látinn laus fyrr en nokkrum dögum fyrir þjóðbyltinguna miklu 1956. Fjölskyldan flutti þá til útlanda, fyrst til Þýskalands og Austurríkis, en árið 1958 til Frakklands þar sem Sándorfi bjó til æviloka. Í París nam hann listafræði við École nationale supérieure des arts décoratifs sem og við École nationale supéreure des beaux-arts de Paris. Fyrstu málverkasýninguna hélt hann árið 1966 í París, en eftir það sýndi hann í mýmörgum löndum, allt fram í andlátið. Hann notaði gjarnan sjálfan sig sem módel þar sem han kunni ekki við að aðrir horfðu á sig mála. Oftar en ekki notaði hann óvenjulega hluti í málverkum sínum, en einnig óvenjulegar aðstæður og stellingar. Á 8. og 9. áratugnum notaði hann aðallega bláa og fjólubláa liti en eftir það málaði hann gjarnan meira kvenleg form og dauða hluti. Eftir 1988 málaði hann aðallega kvenfólk. Þrátt fyrir frægð sína á seinni árum hélt Sándorfi ekki sýningu í heimalandi sínu fyrr en árið 2006 í Búdapest og 2007 í Debrecen. Sándorfi lést eftir stutt veikindi þann 26. desember 2007 og var jarðaður í Búdapest, að eigin ósk. Hann á tvær dætur: Ange (f. 1974) og Eve (f. 1979).

Sýningar[breyta | breyta frumkóða]

 • 1966 - Galerie des Jeunes, París • Galerie de la Barbière, Le Barroux
 • 1970 - Galerie 3+2, París
 • 1973 - Musée d'Art Moderne de la Ville de París
 • 1974 - Galerie Daniel Gervis, París
 • 1975 - Galerie Beaubourg, París
 • 1976 - Bucholz Galerie, München
 • 1977, 1980 - Galerie Isy Brachot, Brussel
 • 1978, 1981, 1983 - Galerie Isy Brachot, París
 • 1979 - FIAC, Galerie Isy Brachot, París
 • 1981 - Galerie Isy Brachot, Basel
 • 1982 - Amaury Taitinger Gallery, New York
 • 1984 - FIAC, Galerie Isy Brachot, París
 • 1986 - Galerie Lavignes-Bastille, París - Galerie de Bellecour, Lyon
 • 1987 - Lavignes-Bastille Gallery, Los Angeles - Hôtel de Ville, Nancy
 • 1988 - Armory Show '88, Lavignes-Bastille Gallery, New York - Abbaye des Cordeliers, Châteauroux (retrospektív) - Louis K. Meisel Gallery, New York - FIAC, Galerie Lavignes-Bastille, París
 • 1991 - Galerie Prazan-Fitussi, París
 • 1993 - Galerie Guénéguaud, París - Galerie Mann, París
 • 1994, 1997 - Jane Kahan Gallery, New York
 • 1999 - Galerie Tempera, Brussel
 • 1999-2000 - Gallerihuset, Kaupmannahöfn
 • 2006 - Erdész-Maklári Galéria, Búdapest
 • 2007 - A test színeváltozása. Életműkiállítás, MODEM, Debrecen.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]