Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Herjólfsdalur á Þjóðhátíð 2010

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er útihátíð sem haldin er árlega í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. Hátíðin heitir eftir þjóðhátíðinni á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 2. ágúst 1874 þegar slíkar þjóðhátíðir voru haldnar víða um land. Frá 1916 hefur hátíðin verið haldin árlega í ágústmánuði[1] þar til 2020 vegna heimsfaraldursins[2]. Í upphafi 20. aldar var hátíðin fyrst og fremst íþróttahátíð þar sem keppt var í kappróðrum, glímu og fleiri íþróttum, líkt og tíðkaðist þá á þjóðhátíðum víða um land.

Fyrirrennarar þjóðhátíðar í Herjólfsdal eru kaupstefnur Vestmannaeyinga og erlendra skipa sem haldnar voru þar áður fyrr, hersýningar Heimavarnarliðs Vestmannaeyja sem haldnar voru í dalnum eftir miðja 19. öld og veislur sem Pétur Bryde kaupmaður hélt starfsfólki sínu í Herjólfsdal eftir miðja 19. öld. Pétur kostaði meðal annars endurnýjun vegarins inn í dalinn árið 1859.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sagan“. www.dalurinn.is. Sótt 31. júlí 2020.
  2. „Tómur dalur á föstudegi á þjóðhátíð ekki sést í 105 ár“. RÚV (enska). 31. júlí 2020. Sótt 31. júlí 2020.