How I Met Your Mother (4. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjórða þáttaröð bandaríska gamanþáttarins How I Met Your Mother fór af stað þann 22. september 2008 og lauk 18. maí 2009. Þáttaröðin samanstóð af 24 þáttum og var hver þeirra að meðaltali 22 mín. að lengd. CBS sýndi þættina á mánudögum í Bandaríkjunum. Þeir voru sýndir á þriðjudagskvöldum á Stöð 2.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Stella játast Ted. Robin tekur nýju starfi í Japan en hættir fljótlega og snýr aftur til NEw York til að fara í brúðkaup Teds. Stella yfirgefur Ted við altarið og byrjar aftur með barnsföður sínum, Tony. Barney glímir við tilfiningar sínar í garð Robin þegar fyrirtækið hans setur hann í framkvæmdarhóp nýs fyrirtækis, Goliath National Bank (GNB).

Marshall og Lily flytja inn í nýju íbúðina og velta því fyrir sér hvort að þau séu tilbúin til að eignast börn. Robin verður sambýlingur Teds þegar hún fær starf sem stjórandi morgunþáttar sem fer í loftið klukkan fjögur á morgnana. Ted kemst að því að Barney er ástfanginn af Robin þegar Ted og Robin byrja að sofa saman til að koma í veg fyrir sífelldar deilur.

Ted kemst að því að Lily hefur eyðilagt öll sambönd hans með konum sem henni líkaði ekki við og gæti hafa hjálpað til við sambandsslit hans og Robin. Robin og Ted enda á því að tala um það, og verður það til þess að vinátta þeirra verður betri. Þegar Barney sefur loksins hjá 200. konunni, eftir að hafa nuddað því framan í strák sem stríddi honum þegar hann var yngri, hugsar hann um hvað hann eigi að gera það sem eftir er lífsins, en það gerir hann enn vissari um tilfinningar sínar í garð Robin.

Þegar Ted er með gulu regnhlífina rekst hann á Stellu og Tony. Tony kemur seinna í heimsókn og vottar honum samúð sína eftir að hafa misst Stellu. Tony býður honum starf sem kennari í arkitektúr en Ted hafnar því.

Í lokaþættinum kemst Robin að því að Barney er ástfanginn af henni. Ted ákveður að hann sé hættur að vera arkitekt og ákveður að fara að kenna frekar. Lokaþátturinn endar á því að Ted er að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann og Framtíðar-Ted segir að ein af konunum í bekknum sé móðir þeirra.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt í U.S.A. #
Do I Know You? 22. september 2008 65 - 401
Þegar Stella gefur Ted loks svar við bónorðinu, áttar Barney sig á að hann gæti verið ástfanginn af Robin.
The Best Burger in New York 29. september 2008 66 - 402
Barney, Lily, Regis Philbin, Robin, Marshall og Ted fara í ferðlag um New York til að finna staðinn þar sem Marshall borðaði fyrsta New York hamborgarann sinn.
I Heart NJ 6. október 2008 67 - 403
Ted reynir að sannfæra vini sína um að það sé miklu betra að búa í borginni heldur en í úthverfunum með því að bjóða þeim heim til Stellu í New Jersey. Stella kemur honum á óvart með því að tilkynna honum að þau muni búa þar þegar þau gifta sig.
Intervention 13. október 2008 68 - 404
Ted krefst þess að vinir hans haldi íhlutun eftir að hann kemst að því að þau hættu við eina sem var um trúlofun hans og Stellu.
Shelter Island 20. október 2008 69 - 405
Ted og Stella taka ákvörðun um að giftast eftir þrjá daga. En þegar dagurinn rennur upp verður hann alls ekki eins og þau höfðu ímyndað sér vegna nærveru eins fyrrverandi.
Happily Ever After 3. nóvember 2008 70 - 406
Þáttur
Not a Father's Day 10. nóvember 2008 71 - 407
Þáttur
Woooo! 17. nóvember 2008 72 - 408
Þáttur
The Naked Man 24. nóvember 2008 73 - 409
Þáttur
The Fight 8. desember 2008 74 - 410
Þáttur
Little Minnesota 15. desember 2008 75 - 411
Þáttur
Benefits 12. janúar 2009 76 - 412
Þáttur
Three Days of Snow 19. janúar 2009 77 - 413
Þáttur
The Possimpible 2. febrúar 2009 78 - 414
Þáttur
The Stinsons 2. mars 2009 79 - 415
Þáttur
Sorry, Bro 9. mars 2009 80 - 416
Þáttur
The Front Porch 16. mars 2009 81 - 417
Þáttur
Old King Clancy 23. mars 2009 82 - 418
Þáttur
Murtaugh 30. mars 2009 83 - 419
Þáttur
Mosbius Designs 13. apríl 2009 84 - 420
Þáttur
Three Days Rule 27. apríl 2009 85 - 421
Þáttur
Right Place Right Time 4. maí 2009 86 - 422
Þáttur
As Fast As She Can 11. maí 2009 87 - 423
Þáttur
The Leap 18. maí 2009 88 - 424
Þáttur

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „How I Met Your Mother (season 4)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.