Persónur í How I Met Your Mother

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þessi grein inniheldur lista af persónum úr sjónvarpsþættinum How I Met Your Mother:

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Ted Evelyn Mosby[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Ted Mosby

Leikinn af Josh Radnor. Aðalpersóna þáttanna er Ted, arkitekt sem útskrifaðist úr Wesleyan-háskólanum og hugsar of mikið samkvæmt Barney. Ted er fæddur og uppalinn í Shaker Heights í Ohio. Ted bjó með vinum sínum, Marshall og Lily, sem hann hitti í háskóla, alveg þangað til að þau fluttu út í þriðju þáttaröð. Eftir að Marshall trúlofast ákveður Ted að reyna að finna sálufélaga sinn eða þá einu réttu og heldur hann að Robin sé sú rétt í fyrstu tveimur þáttaröðunum. En í lok fyrsta þáttarins segir Ted að Robin sé Robin frænka við börnin sín. Þegar hann er að jafna sig á sambandsslitunum við Robin lendir hann í því að fá sér fiðrildatattú neðst á bakið. Ted varði líka einu sinni skólafélaga sinn í slagsmálum. Skólafélaginn var svo þakklátur að þegar hann varð klámststjarna tók hann sér sviðsnafnið Ted Mosby til þess að þakka honum. Það eina sem er vitað um framtíð Ted er að hann eignast son og dóttur, sem eru unglingar.

Marshall Eriksen[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Marshall Eriksen

Leikinn af Jason Segel. Marshall hitti Ted og Lily á fyrsta ári í Wesleyan-háskólanum. Hann er í Columbia-lagaskólanum og er frá St. Cloud í Minnesota. Þrátt fyrir að vera 193 cm á hæð er hann minnstur í fjölskyldu sinni. Marshall ákvað að verða lögfræðingur vegna þess að hann hafði svo mikinn áhuga á lögum um verndum umhverfisins. Auðvitað tók hann starfi hjá stóru fyritæki þar sem eini viðskiptavinur hans var skemmtigarður sem braut fjölmörg lög um öryggi. Hann skiptir seinna um starf og gengur til liðs við hóp lögfræðinga hjá Goliath National-bankanum, sem Barney vinnur líka hjá. Marshall er mjög góður í leikjum og hefur mikinn áhuga á mat og óvenjulegum hlutum, sérstaklega Loch Ness-skrímslinu (en hann kallar hana Nessie).

Lily Aldrin[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Lily Aldrin

Leikin af Alyson Hannigan. Hún er leikskólakennari. Lily er gift Mashall Eriksen og ólst upp í Brooklyn í New York. Lily dreymir um að verða fræg listakona og málar Barney nakinn þegar hann borgar henni 5.000 dollara. Hún þjáist einnig af kaupæði og skuldar mikla peninga. Henni tekst að halda þessu leyndu fyrir Marshall þangað til þau sækja um lán en hún kemst einnig að því að listaverkin hennar hafa róandi áhrif á dýr (nema fugla sem virðast ekki „geta meðtekið listina hennar“).

Barney Stinson[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Barney Stinson

Leikinn af Neil Patrick Harris. Hann er daðrari, elskar jakkaföt, finnst gaman að spila laser-tag og framkvæma töfrabrögð sem innihalda oft eld og hann notar oft orðin „awesome“ (ísl. „geggjað“) og „legendary“ (ísl. „sögufrægur“) og Ted finnst hann nota þau allt of mikið. Barney var trúlofaður í háskóla og þegar hún hætti með honum (hann var enn þá hreinn sveinn) kemur samkynhneigði svarti bróðir hans honum til bjargar og semur við konu um að sofa hjá Barney. Konan sagði að hann hefði verið geggjaður (awesome) og sögufrægur (legendary) (samkvæmt beiðn frá bróður Barney) og fékk Barney mikið sjálfstraust. Áður en Barney missti sveindóminn var hann síðhærður hippi og ætlaði að ganga í friðarsveitina. Hann vinnur núna hjá Goliath National-bankanum en það er óvíst hvað hann gerir þar. Í byrjunarþætti fjórðu þáttaraðar kemur fram að Barney er ástfanginn af Robin og þróast þær tilfinningar í þættinum The Goat.

Robin Scherbatsky[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Robin Scherbatsky

Leikin af Cobe Smulders. Robin er sjónvarpsfréttakona á fréttastöð í New York. Mestalla aðra þáttaröðina á hún í ástarsambandi við Ted eftir að Ted hafði eytt síðasta árinu í að vera hrifinn af henni. Snemma í fyrstu þáttaröðinni kemur fram að hún giftist ekki Ted en verður Robin frænka fyrir börnum Teds. Þrátt fyrir að þau hætti saman verða þau áfram góððrir vinir þrátt fyrir einhverja kynferðislega spennu í þriðju þáttaröðinni, sem sést best þegar Robin kemur heim frá Argentínu með fallegan brúnan mann upp á arminn. Eins og leikkonan Cobie Smulders er Robin frá Kanada. Sem unglingur var hún poppstjarna og var sviðsnafnið hennar Robin Sparkles. Hún túraði um verslunarmiðstöðvar í Kanada til að fylgja smellinum sínum eftir, Let's Go to the Mall. Í fjórðu þáttaröðinni flytur Robin inn til Ted eftir að segja upp starfi sínu sem fréttamaður í Japan. Hún er nú umsjónarmaður morgunþáttar sem fer í loftið klukkan fjögur á morgnana.

Aukapersónur[breyta | breyta frumkóða]

Sonur og dóttir Teds Mosby[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er mikið vitað um þau, nema það að þau vita ekki enn þá hvað varð til þess að Ted hitti móður þeirra og þau eru á efri unglingsárunum árið 2030, sem þýðir að þau hafi fæðst rétt eftir 2010. Þegar Ted er á þrítugsaldrinum vildi hann greinilega nefna börnin sín Luke og Leia því að í Milk er Ted sagt að sverja við ófæddu börnin sín og hann segir „Ég sver við Luke og Leiu“. Dóttirin er leikin af Lyndsy Fonsecaog sonurinn er leikinn af David Henrie.

Carl[breyta | breyta frumkóða]

Barþjónn á barnum MacLaren's sem er oft heimsóttur af aðalpersónunum. Í fyrsta þættinum á hann í sambandi við stelpu frá Líbanon. Í The Pineapple Incident skrifar hann símanúmerið sitt á handleggin á Ted þegar hann er vel drukkin sem segir að það eigi að hringja í þetta númer ef hann týnist. Þrátt fyrir að það komi aldrei fram í þáttunum segja höfundarnir Carter Bays og Craig Thomas að ættarnafn Carls sé MacLaren's og að hann eigi barinn. Joe Nieves, sem leikur Carl, fékk hlutverkið eftir að atriði sem hann átti að leika í var tekið úr þættinum en enginn sagði honum það svo að hann mætti á tökustað í fullum búning (hann átti að leika lögregluþjón). Þar sem enginn vildi segja honum að atriðinu hans hefði verið sleppt var honum gefið hlutverk Carls.

Gengilbeinan Wendy[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Charlene Amoia. Wendy er gengilbeina á MacLaren's. Hún er oft í bakgrunninum en átti í stuttu sambandi við Barney í þættinum Platinum Rule. Hún hefur komið fram í alls 11 þáttum.

James Stinson[breyta | breyta frumkóða]

Leikinn af Wayne Brady. Barney er svartur og samkynhneigður bróðir Barney sem finnst einnig gaman að vera í jakkafötum og hagar sér eiginlega alveg eins og Barney. Hann er giftur og hann á einn ættleiddan son með eiginmanni sínum. Hann kemur fram í tveimur þáttum.

Victoria[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Ashley Williams. Hún er bakari í bakaríinu Buttercup. Hún og Ted hittast í brúðkaupsveislu þar sem hún gerði tertuna og eyða þau kvöldinu saman með því skilyrði að þau muni aldrei hittast aftur til þess að eyðileggja ekki kvöldið. Loforðið er snemma brotið og þau byrja saman. Það verður flókið þegar henni er boðinn skólastyrkur í virtan matreiðsluskóla í Þýskalandi. Þau ákveða að reyna fjarsamband en það gengur ekki upp og þau hætta saman. Kemur fram í sex þáttum.

Stella[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Söruh Chalke. Húðlæknir Teds sem fjarlægir fiðrildatattúið af mjóbakinu á honum. Ted reynir að sannfæra hana um að fara út með sér í þættinum Ten Sessions. Stella neitar alltaf og segir Ted að hún þurfi að einbeita sér að dóttur sinni en fer að lokum á tveggja mínútna stefnumót með Ted. Hún og Ted byrja saman stuttu seinna. Framtíð hennar og Teds fer öll í loft upp þegar hún skilur hann eftir við altarið. Kemur fram í nokkrum þáttum í þriðju þáttaröð og að minnsta kosti fimm þáttum í fjórðu þáttaröð.

Brad[breyta | breyta frumkóða]

Leikinn af Joe Manganiello. Vinur Marshalls úr skólanum. Brad og Marshall fara að vera saman eftir að þeir verða einhleypir aftur. Hann kemur einnig í steggjapartýið hans Marshalls og brúðkaupið. Hann er í fjórum þáttum.

Aðrar persónur[breyta | breyta frumkóða]

Sandy Rivers[breyta | breyta frumkóða]

Leikinn af Alexis Denisof (alvöru eiginmanni Alyson Hannigan. Hún er fyrrverandi samstarfsmaður Robin. Sandy er alltaf að biðja Robin um að fara á stefnumót með sér þangað til að eitt kvöldið segir hún já og gerir Ted mjög afbrýðissaman. Áður en þetta gerist er hann uppáhald Teds og Marshalls þar sem þeim fanns gaman að hlæja að honum þegar hann las upphátt upp úr blaðinu á morgnana í beinni útsendingu. Hann yfirgefur MetroNews One (fréttastöðin þar sem hann og Robin vinna) fyrir CNN og kemur Robin í staðinn fyrir hann. Hún kemur fram í þremur þáttum.

Katie Scherbatsky[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Lucy Hale. Hún er yngri systir Robin og kemur fyrst fram í First Time in New York þar sem hún kemur í heimsókn. Hún kemur fram í einum þætti.

Heather Mosby[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Erin Cahill. Hún er óábyrga yngri systir Teds. Heather kemur fram í þættinum Little Minnesota.

Ranjit[breyta | breyta frumkóða]

Leikinn af Marshall Manesh. Leigubíla- og limmósínubílstjóri frá Bangladesh sem keyrir aðalpersónurnar um einsöku sinnum og drekkur einu sinni kampavín með þeim á MacLaren's. Hann keyrir líka glæsivagninn rétt eftir að Marshall og Lily eru búin að gifta sig. Hjálpar Ted á tveggja mínútna stefnumótinu með Stellu og keyrir Barney og Ted í þrítugsafmæli Teds í þættinum The Goat. Hann kemur fram í sex þáttum.

Hammond Druthers[breyta | breyta frumkóða]

Leikinn af Bryan Cranston. Yfirmaður Teds í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá þangað til að Ted kemur með betri teikningu en hann í þættinum Aldrin Justice. Kemur fram í tveimur þáttum.

Trudy[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Danicu McKellar. Stelpan sem endar í rúminu með Ted eftir að Barney sannfærir hann um það hann hugsi of mikið. Hún kemur í tveimur þáttum.

Penelope[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Amy Acker. Penelope er stelpa sem svaf hjá Barney tvisvar og kennir Ted hvernig á að dansa rengdans. Hún kemur fyrir í einum þætti.

Chloe[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Morenu Baccarin. Chloe er stelpa sem vinnur á kaffihúsi og á í stuttu ástarsambandi við Marshall og byrjar einnig á því að kalla Barney Swarley.

Amy[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Mandy Moore. Hún er stelpa sem Ted hittir á McLaren's og notar hana til þess að komast yfir Robin. Hún stelpur flösku af tekíla af barnum. Hún fer með vel drukkinn Ted og fær hann til þess að fá sér fyrsta húðflúrið sitt.

Abby[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Britney Spears. Hún er móttökudama Stellu. Abby er mjög drífandi og heimskuleg og verður rosalega hrifin af Ted þegar hann er að reyna að tæla Stellu. Barney endar á því að sofa hjá henni og svo ákveða þau að sína Ted hvað það er fáránlegt að vera í sambandi, þar sem þeim líkar ekki þegar hann er á föstu. Abby virðist samt enn þá vera ástfangin af Ted og á erfitt með að átta sig á því að samband hennar of Barney er ekki ekta. Kemur fram í tveimur þáttum.

Scott[breyta | breyta frumkóða]

Leikinn af Tom Lenk. Hann er gaur sem vinnur á kaffihúsinu sem bendir Lily á Chloe og er einnig með merkispjald sem stendur Brian á.

Prófessor Lewis[breyta | breyta frumkóða]

Leikin af Jane Seymour. Nýlega fráskilinn lagaprófessor sem kennir Marshall og er álitin „fjallaljón“ af Barney, sem reynir að temja hana.

Kóreskur Elvis[breyta | breyta frumkóða]

Kóreskur maður sem klæðir sig upp eins og Elvis og hangir með hópnum eftir að hafa hitt Barney, Marshall og Lily þegar þau fóru í karókí eftir að Marshall og Barney losnuðu úr vinnunni.

Stuart[breyta | breyta frumkóða]

Góður vinur Teds og Marhsalls sem kemur með þeim í steggjapartý Marshalls. Stuart var að fara að giftast öðrum vini þeirra, Claudiu, þegar Ted vildi koma með gest í brúðkaupið þeirra og Claudia missti næstum vitið því að það gátu ekki komið fleiri. Ted fer í kringum Claudiu og talar við Stuart og spyr hvort að hann megi koma með Robin í brúðkaupið hans og Stuart játar því. Þetta verður til þess að Stuart og Claudia hætta saman en Ted kemur þeim aftur saman. Hann kemur líka fram í Intervention þar sem þau tjá honum áhyggjur sínar af drykkjuvanda hans. Kemur fram í fjórum þáttum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „List of characters from How I Met Your Mother“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2009.