How I Met Your Mother (2. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Önnur þáttaröð bandaríska gamanþáttarins How I Met Your Mother fór af stað þann 18. september 2006 og kláraðist 14. maí 2007. Þættirnir voru 22 og hver þáttur var að meðaltali 22 mínútur að lengd.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2030 sest Ted Mosby (Bob Saget talar fyrir hann) niður með dóttur sinni og syni til að segja þeim hvernig hann kynntist móður þeirra.

Ted Mosby (Josh Radnor) og Robin Scherbatsky (Cobie Smulders) eru núna par og hryggbrotinn Marshall Eriksen (Jason Segel) reynir að halda áfram að lifa lífinu án Lily Aldrin (Alyson Hannigan). Lily hefur áttað sig á að hún er ekki listamaður og snýr aftur til New York. Lily og Marshall endurnýja samband sitt og endar þáttaröðin á brúðkaupi þeirra. Barney Stinson (Neil Patrick Harris) tapar „slap bet“, sem leyfir Marshall að slá hann fimm sinnum, á hvaða tímapunkti sem er í framtíðinni, hvenær sem hann vill, sem hann gerir tvisvar í þáttaröðinni. Það kemur fram að Barney á svartan samkynhneigðan bróður (Wayne Brady). Barney trúir því að Bob Barker sé faðir hans og fer til Kaliforníu til að gerast þátttakandi í The Price is Right. Allir komast að því að Robin var kanadísk poppstjarna í byrjun 10. áratugarins (þrátt fyrir að myndbandið virðist gerast á seinni hluta 9. áratugarins þar sem sá tíundi kom ekki til kanada fyrr en í kringum '93), með smellinum „Let's Go To The Mall“. Barney horfir oft á tónlistarmyndbandið.

Í lokaþættinum segir Ted Barney að hann og Robin hafi ekki verið saman í nokkurn tíma vegna mismunandi skoðana sinna á hjónabandi. Þau sögðu engum það til að draga ekki athygli frá brúðkaupi Marshalls og Lily. Þáttaröðin endar á því að Barney er spenntur yfir því að Ted sé einhleypur aftur og að þeir munu mála bæinn rauðan.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt í U.S.A. #
Where Were We? 18. september 2006 23 - 201
Hópurinn reynir að hjálpa Marshall að komast yfir Lily. Barney fer með hann á strippstað og Ted fer með hann á Yankees-leik. Marshall finnur kreditkortareikning Lily sem leiðir hann á hótel í borginni en strákarnir reyna að telja hann af því að fara og hitta hana.
The Scorpion and the Toad 25. september 2006 24 - 202
Barney kennir Marshall hvernig á að ná í konur. Þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá hinum vandræðalega Marshall, blandar Barney sér í málið og nær í konurnar... fyrir sjálfan sig. Lily snýr aftur frá San Francisco. Á meðan Ted hjálpar henni að finna nýja íbúð, verður hann brjálaður á að heyra hvað Lily átti gott sumar þar.
Brunch 2. október 2006 25 - 203
Þegar Ted, Robin og hópurinn eyðir helginni með foreldum hans, kemst Ted að fjölskylduleyndarmáli sem breytir öllu. Á meðan eiga Marshall og Lily erfitt með að hemja sig í kringum hvort annað þegar þau neyðast til að eyða tíma saman með foreldrum Teds.
Ted Mosby: Architecht 9. október 2006 26 - 204
Eftir að Robin gefur til kynna að starf Teds sé leiðinlegt, ætlar Barney sér að afsanna það. Þeir prófa línuna, "Ted Mosby, arkitekt" á konurnar og komast að því að það virkar. En þegar Robin fréttir að Ted sé úti um allan bæ að ná í konur, reynir hún allt sem hún getur til að komast að sannleikanum.
World's Greatest Couple 16. október 2006 27 - 205
Lily flytur inn í íbúð Barneys en þrautir, lausnir og þrengingar gætu verið aðeins meira en hann ræður við.
Aldrin Justice 23. október 2006 28 - 206
Barney tekur að sér það verkefni að hressa upp á illgjarnan prófessor Marshalls á meðan Lily fær starf hjá arkitektafyrirtæki Teds og reynir hún að kenna yfirmanninum lexíu.
Swarley 6. nóvember 2006 29 - 207
Marshall byrjar með konu og það gengur mjög vel, en Barney og Ted segja að hann þurfi að hætta með henni vegna þess að hún er með "klikkuð augu".
Atlantic City 13. nóvember 2006 30 - 208
Marshall og Lily, sameinuð að nýju, ákveða að gifta sig í Atlantic City og fá Barney, Ted og Robin til að taka þátt í athöfninni.
Slap Bet 20. nóvember 2006 31 - 209
Barney kemur upp um dularfulla fortíð Robin og raunverulega ástæðu þess að hún fer ekki í verslunarmiðstöðvar.
Single Stamina 27. nóvember 2006 32 - 210
Svartur samkynhneigður bróðir Barneys, James (Wayne Brady) kemur í heimsókn og er Robin, eina meðlimi hópsins sem ekki hefur hitt hann, brugðið. En James er með óvæntar fréttir sem Barney á erfitt með að meðtaka.
How Lily Stole Christmas 11. desember 2006 33 - 211
Ted eyðileggur næstum því jólin fyrir öllum þegar hann í reiði sinni kallar hana hræðilegu nafni.
First Time in New York 8. janúar 2007 34 - 212
Robin vill segja Ted að hún elskar hann, en getur ekki tekið stökkið. Á meðan kemur systir hennar í heimsókn og tekur kærastann með sér og Robin bregst ekki vel við þegar systir hennar segist vera tilbúin að missa meydóminn.
Columns 22. janúar 2007 35 - 213
Þegar Ted er stöðugt móðgaður af yfirmanni sínum, sem vinnur nú fyrir hann í verkefni, er honum sagt að reka manninn en honum finnst það erfitt. Á meðan býður Barney Lily fullt af peningum fyrir að mála nektarmynd af honum.
Monday Night Football 5. febrúar 2007 36 - 214
Hópurinn ætlar að horfa á Super Bowl þegar þeim er boðið í jarðarför sama kvöld. Þau taka leikinn upp og ætla sér að komast hjá því að finna út úrslit leikjarins áður en þau horfa á hann daginn eftir.
Lucky Penny 12. febrúar 2007 37 - 215
Ted finnur "happa" pening, og þrátt fyrir að hann verði fyrir miklum óhöppum, gæti þetta verið það besta sem hefur komið fyrir hann.
Stuff 19. febrúar 2007 38 - 216
Eftir að Robin kvartar yfir því að Ted geymi gjafir frá fyrrverandi kærustum, ákveður Ted að það sé kominn tími til að losna við allt það dót. Ákvörðunin breytist þó þegar hann kemst að því að Robin hefur geymt eitthvað líka.
Arrivederci, Fiero 26. febrúar 2007 39 - 217
Ástkæri bíllinn hans Marshalls, Fiero 1988, deyr þegar hann á stutt eftir í 200.000 mílurnar sem leiðir til þess að hópurinn hugsar um sínar bestu stundir í bílnum.
Moving Day 19. mars 2007 40 - 218
Þegar Ted og Robin ná áfanga í sambandi sínu, reynir Barney allt til að eyðileggja gleði þeirra. Til að gera það stelur Barney bílnum sem Ted ætlar að nota til að flytja inn til Robin, með öllu dótinu í.
Bachelor Party 9. apríl 2007 41 - 219
Þegar Barney eyðileggur áætlarnir Marshalls um steggjapartý, gefur Lily Marshall upplýsingar um Barney sem neyðir Marshall til að endurhugsa ákvörðun sína um svaramann.
Showdown 30. apríl 2007 42 - 220
Barney er valinn sem þátttakandi í The Price is Right sem gefur honum tækifæri til að uppfylla eina af óskum sínum: að hitta Bob Barker.
Something Borrowed 7. maí 2007 43 - 221
Brúðkaupsdagur Marshalls og Lilyar rennur upp en ekkert gengur upp. Barney hjálpar mikið til við að bjarga stóra deginum þeirra, öllum til mikillar furðu.
Something Blue 14. maí 2007 44 - 222
Barney kemst að því að Ted og Robin geyma leyndarmál og veltir hann því mikið fyrir sér hvað það sé. Þegar leyndarmálið er uppljóstrað, verður Barney meira að segja hneykslaður.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „How I Met Your Mother (season 2)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.