How I Met Your Mother (1. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
DVD-hulstur fyrstu þáttaraðarinnar

Fyrsta þáttaröðin af bandaríska gamanþættinum How I Met Your Mother hóf sýningar þann 19. september 2005 og kláraðist þann 15. maí 2006. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 22 mín. að lengd.

Útdráttur[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2030 sest Ted Mosby (Bob Saget talar fyrir hann) niður með dóttur sinni og syni til að segja þeim söguna af því hvernig hann kynntist móður þeirra.

Sagan byrjar árið 2005 þegar Ted (Josh Radnor) er einhleypur, 27 ára arkitekt sem býr með tveimur bestu vinum sínum úr háskóla; Marshall Eriksen (Jason Segel), laganema, og Lily Aldrin (Alyson Hannigan), leikskólakennara, sem hafa verið saman í næstum níu ár þegar Marshall biður hana að giftast sér. Trúlofun þeirra veldur því að Ted fer að hugsa um hjónaband og að finna sálufélagann en sjálfskipuðum besta vini hans, Barney Stinson (Neil Patrick Harris), lýst ekkert á það, en Ted hitti Barney á baðherberginu eftir drykkjukvöld. Barney er þekktur kvennamaður og er starf hans óþekkt.

Ted byrjar leitin að sálufélaganum og hittir unga og metnaðarfulla fréttakonu, Robin Scherbatsky (Cobie Smulders), en hann verður fljótlega ástfanginn af henni. Robin, vil hins vegar ekki æða inn í samband og þau ákveða að vera vinir. Framtíðar-Ted segir að Robin sé ekki móðir barna hans og talar um hana sem "Robin frænku".

Ted byrjar með bakara, Victoriu, sem hann hittir í brúðkaupi sem verður til þess að Robin verður afbrýðissöm og áttar sig á að hún ber tilfinningar til Teds. Victoria flytur til Þýskalands til að á skólastyrk og ákveða þau að reyna að halda sambandinu gangandi. Þegar Ted kemst að því að Robin ber tilfinningar til hans segir hann henni að hann sé hættur með Victoriu, þrátt fyrir að hann sé það ekki. Þau sofa næstum því saman, en Victoria hringir óvart í Robin. Ted og Victoria hætta saman og Robin verður reið út í Ted en þau sættast að lokum og ákveða að fara á stefnumót.

Á meðan fer Lily að hugsa um hvort hún sé að missa af einhverjum tækifærum vegna sambands hennar og Marshalls og ákveður að fara á skólastyrk til San Francisco í listaskóla og hættir með Marshall í leiðinni. Þáttaröðin endar á því að Ted kemur heim í íbúðina, morguninn eftir að hafa eytt nótinni með Robin í fyrsta skipti, og finnur Marshall sitjandi úti í rigningunn með trúlofunarhringinn í höndunum.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt í U.S.A. #
Pilot 19. september 2005 1 – 101
Þegar besti vinur Ted biður kærustunnar sinnar, Lily, áttar hann sig á að hann ætti að fara að haska sér ef hann ætlar að finna sönnu ástina. Ted hittir fljótlega Robin (Cobie Smulders) á bar og verður fljótt ástfanginn og nælir í stefnumót.
Purple Giraffe 26. september 2005 2 – 102
Í örvæntingafullri tilraun til að fá annað stefnumót býður Ted Robin í partý sem hann ætlar að halda. En hún kemst ekki og hann heldur áfram að halda partý til að hún kemur loksins.
Sweet Taste of Liberty 3. október 2005 3 – 103
Ted samþykkir að leyfa Barney að krydda aðeins upp á ástarlífi hans og endar í klikkuðu ferðalagi þar sem þeir fljúga til Fíladelfíu, brjóta lögin og heimsækja Frelsis-Bjölluna.
Return of the Shirt 10. október 2005 4 – 104
Leit Teds að sálufélaganum er trufluð þegar hann finnur skyrtu sem hann hefur ekki farið í mörg ár. Á meðan reynir Barney að fá Robin til að segja fáránlega hluti í sjónvarpinu fyrir góða summu af peningum.
Okay Awesome 17. október 2005 5 – 105
Ted og Barney fara á klúbb með Robin en Marshall og Lily reyna fyrir sér í "fullorðinsskemmtun", þegar nær dregur brúðkaupinu.
Slutty Pumpkin 24. október 2005 6 – 106
Ted fer í árlega pílagrímsför sína upp á þakið í hrekkjavökupartýinu til að reyna að hitta stelpu sem hann hafði hitt nokrum árum áður sem var klædd upp sem grasker. Á meðan veldur sjálfstæði Robin henni vandræðum með nýja kærastanum.
Matchmaker 7. nóvember 2005 7 – 107
Þegar hjónabandsmiðlari með 100% árangur getur ekki fundið samsvörun fyrir Ted vegna þess að hann passar ekki við neina af þeim konum sem eru á lausu í New York, er hann enn ákveðinn í að finna samsvörun sína. Eftir að hafa fengið upplýsingar úr tölvu miðlarans, heimsækir Ted mjög sæta, en mjög í sambandi, húðlækni, til að reyna að afsanna það að það séu engar konur handa honum. Á meðan reyna Marshall og Lily að losna við ósýnilega skepnu úr íbúðinni.
The Duel 14. nóvember 2005 8 – 108
Þegar Lily fer að verða fastari punktur í íbúð Marshalls og Teds, finnst Ted að það sé verið að ýta honum út úr ráðhag íbúðarinnar af trúlofuðum vinum sínum og lendir hann þá í deilu við Marshall um eignahlutfall.
Belly Full of Turkey 21. nóvember 2005 9 – 109
Þegar Ted og Robin ákveða að hjálpa við að gefa heimlislausum mat á þakkargjörðinni rekast þau á Barney þar, þeim til mikillar undrunar, og komast þau fljótlega að því að hann er reglulegur sjálfboðaliði þar. Á meðan ganga hlutirnir ekki alveg nógu vel hjá Marshall og Lily þegar þau heimsækja foreldra hans í Minnesota.
The Pineapple Incident 28. nóvember 2005 10 – 110
Eftir að Ted verður mjög drukkinn í bænum vaknar hann daginn eftir með tognaðan ökkla, brunninn jakka, stelpu í rúminu og ananas á náttborðinu. Þar sem hann getur ekki munað það sem gerðist, verður hann að treysta á vini sína til að fylla í eyðurnar.
The Limo 19. desember 2005 11 – 111
Ted kemur vinum sínum á óvart með fullplönuðu gamlárskvöldi í stóra eplinu. Á meðan Lily, Marshall, Barney og Robin skutlast á milli staða í limósínu, sem Ted leigði, gerist ýmislegt þegar líður á kvöldið - og þegar klukkan slær tólf gæti Ted endað á því að fá kossinn sem hann hefur þráð svo lengi.
The Wedding 9. janúar 2006 12 – 112
Ted ætlar sér að fara með Robin í brúðkaup en þegar brúðurin segir að Ted hafi ekki ætlað að koma með gest fer hann bakvið hana til brúðgaumans, sem hefur skelfilegar afleiðingar og verður Ted að laga það.
Drumroll, Please 23. janúar 2006 13 – 113
Í brúðkaupinu dregst Ted að dularfullri konu. Þau samþykkja að varðveita kvöldið í minningunni og skiptast ekki á nöfnum eða símanúmerum en Ted fellur fyrir henni og á of erfitt með að sleppa henni svo hann fer að leita að henni.
Zip, Zip, Zip 6. febrúar 2006 14 – 114
Eftir að hafa samþykkt að fara rólega í sambandinu og ekki sofa saman í mánuð, ákveða Ted og Victoria að þau hafi beðið nógu lengi. Þegar Marshall og Lily eru ekki í bænum virðist tímasetningin fullkomin. En þau breyta áætlunum sínum og ákveða að vera heima og enda á því að fela sig á baðherberginu til að komast hjá því að eyðileggja kvöld Teds og Victoriu. Á meðan skiptir Barney um aðstoðarmann, hann skiptir Ted út fyrir Robin.
Game Night 27. febrúar 2006 15 – 115
Þegar hópurinn sér Barney í mjög vandræðalegum aðstæðum játa þau vandræðaleg atvik fortíðar sinnar til að fá alla söguna út úr honum.
Cupcake 6. mars 2006 16 – 116
Rétt þegar sambandið byrjar að ganga vel hjá Ted og Victoriu, fær Victoria draumatilboðið og neyðast þau til að taka erfiðar ákvarðanir um framtíðina. Á meðan lenda Marshall og Lily í peningavandræðum þegar Marshall þarf ný jakkaföt fyrir atvinnuviðtal og Lily þarf brúðarkjól.
Life Among the Gorillas 20. mars 2006 17 – 117
Eftir erfiða byrjun í nýja starfinu hjá fyrirtæki Barneys, reynir Marshall að passa inn í hópinn hjá vinnufélögunum. Á meðan er Ted viss um að Victoria ætlar að segja honum upp eftir að hún sendi honum „við þurfum að tala saman"-tölvupóst.
Nothing Good Happens After 2 A.M. 10. apríl 2006 18 – 118
Viss um að Victoria ætli að segja honum upp, tekur Ted boði frá Robin um að koma seint um kvöld. Á meðan reynir Barney að sannfæra Marshall og Lily að það skemmtilegasta gerist eftir 2 að nóttu til.
Mary the Paralegal 24. apríl 2006 19 – 119
Öllum er boðið á samkomu þar sem Robin er tilnefnd til fréttamannaverðlauna og Barney fær Ted til að fara með konu sem er í rauninni vændiskona.
Best Prom Ever 1. maí 2006 20 – 120
Stóri dagur Marshalls og Lilyar er að fara að renna upp og til að heyra mögulega hljómsveit spila, fara þau á menntaskólaball.
Milk 8. maí 2006
Þegar hjónabandsmiðlarinn finnur loksins maka fyrir Ted verður hann að fresta því þegar Lily fer að efast um að giftast Marshall. Á meðan hjálpar Marshall Barney að ná sér niður á stríðnispúka.
Come On 15. maí 2006 22 – 122
Til að reyna að vinna hjarta Robin, reynir Ted allt sem hann getur svo að þau geti verið saman. Á meðan rífast Marshall og Lily heiftarlega eftir að Marshall fattar að Lily efast um brúðkaupið og sé að hugsa um að fara frá honum til að fara í listaskóla í San Francisco.