Cobie Smulders

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cobie Smulders
Cobie Smulders in Hollywood, California- June 2019
Cobie Smulders in Hollywood, California- June 2019
Upplýsingar
FæddJacoba Fransisca Maria Smulders
3. apríl 1982 (1982-04-03) (42 ára)
Helstu hlutverk
Robin Scherbatsky í How I Met Your Mother

Jacoba Fransisca Maria „Cobie“ Smulders (fædd 3. apríl 1982) er kanadísk leikkona og fyrrverandi módel, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Robin Scherbatsky í þáttunum How I Met Your Mother

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Smulders fæddist í Vancouver í Bresku Kólumbíu í Kanada og á hún hollenskan föður og breska móður. Hún var nefnd eftir hollenskri frænku sinni, 'Jacoba', en vegna þess fékk hún viðurnefnið „Cobie“

Sem barn vildi Smulders annaðhvort verða læknir eða sjávarlíffræðingur en fékk áhuga á leiklist í menntaskóla og kom hún fram í nokkrum skólaleikritum. Hún kláraði menntaskóla árið 2000 í Lord Byng Secondary skólanum með háar einkunnir, og var kosin „Most Respected“. Hún var uppgvötuð af fyrirsætubransanum á unglingsárum og varð alþjóðleg fyrirsæta og fór meðal annars til New York, Karabíska hafsins, París, Japan, Mílanó, Grikklands, Afríku og Þýskalands.

Smulders býr núna í Los Angeles, Kaliforniu.

26. nóvember 2008 tilkynnti TV Guide að Smulders og kærastinn hennar Taran Killam eigi von á sínu fyrsta barni vorið 2009. Tilkynning Smulders kom aðeins mánuði á eftir tilkynningu meðleikkonunnar Alyson Hannigan. Cobie Smulders eignaðist fyrsta barn sitt, stelpu að nafni Shaelyn Cado Killam, 16. maí 2009.

28. janúar 2009 var tilkynnt að Smulders og Killam eru trúlofuð.

Leikferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverkið hennar var sem gestaleikari í þáttaröðinni Jeremiah og hefur hún leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum síðan, síðast sem tíður gestur í The L Word.

Fyrsta varanlega hlutverkið hennar var í skammlífa sjónvarpsþættinum Veritas: The Quest; annað hlutverk hennar var í sjónvarpsþættinum sem hún er mest þekkt fyrir í dag, How I Met Your Mother þar sem hún leikur sjónvarpskonuna Robin Scherbatsky, sem einnig er kanadísk.

Smulders lék Mariu Hill í Marvel-ofurhetjumyndinni The Avengers sem kom út 27. apríl 2012.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

 • Candy from Strangers (2001) sem Martina
 • Special Unit 2 (1 þáttur) sem Zoe
 • Jeremiah (1 þáttur - 2002) sem Deborah
 • Veritas: The Quest (13 þættir - 2003) sem Juliet Droil
 • Tru Calling (1 þáttur - 2003) sem Sarah Webb
 • Walking Tall (2004) sem Porsche Beauty
 • Ill Fated (2004) sem Mary
 • Smallville (1 þáttur - 2004) sem Shannon Bell
 • Andromeda (2 þættir - 2005) sem Rhade's Wife
 • The L Word (4 þættir - 2005) sem Leigh Ostin
 • The Long Weekend (2005) sem Ellen
 • Escape (2006) sem Psychotic Brunette
 • The Storm Awaits (2007) sem Anabella DeLorenzo
 • How I Met Your Mother (160 þættir - síðan 2005) sem Robin Scherbatsky
 • The Slammin' Salmon (2009) sem Tara
 • Tolerance Zero sem Exotic Beauty
 • Marvel's The Avengers (2012) sem Maria Hill

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Cobie Smulders“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.