Fara í innihald

Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur - Vörumerki
Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur - Plötumiði 78 r.p.m
Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur - Plötupoki LP


Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur - HSH var hljóðfæraverslun í Reykjavík. Árið 1938 keypti Sigríður Helgadóttir (1903 – 1954) hljóðfæraverslun Katrínar Viðar sem var til húsa í Lækjargötu 2. Breyttist nafnið þá í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur HSH. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar fluttist verslunin í Vesturver, (Morgunblaðshúsið) við Aðalstræti. Eftir lát Sigríðar rak sonur hennar Helgi Hjálmsson verslunina fram til ársins 1975, þegar verslunin var lögð niður.

Útgáfan[breyta | breyta frumkóða]

HSH hóf hljómplötuútgáfu árið 1945 en þá komu út þrjár hljómplötur með Guðmundi Jónssyni á merki His Master´s Voice. Árin 1951 - 1952 koma út fjórar plötur með M.A kvartettinum, einnig á merki His Master´s Voice en sú síðasta var sérmerkt HSH. Það var svo 1953 sem verslunin hóf að gefa út plötur á eigin merki. Meðal söngvara á HSH hljómplötum voru Ragnar Bjarnason, Alfreð Clausen, Brynjólfur Jóhannesson, Baldur og Konni, Skapti og Konni, Elly Vilhjálms, Ómar Ragnarsson, Haukur Morthens, Adda Örnólfs og Ólafur Briem.

His Master´s Voice[breyta | breyta frumkóða]

78 snúninga

 • JO97 - Guðmundur Jónsson - Heimir // Mamma - 1945
 • JO99 - Guðmundur Jónsson - Bikarinn // Rósin - 1945
 • JO100 - Guðmundur Jónsson - Söngur ferjumannanna á Volgu // Songs of songs, meyja - 1945
 • JO135 - M.A. Kvartettinn - Laugardagskvöld // Næturljóð - (upptaka frá 1942) - 1951
 • JO136 - M.A. Kvartettinn - Kvöldljóð // Rokkarnir eru þagnaðir - (upptaka frá 1942) - 1951
 • JO137 - M.A. Kvartettinn - Mansöngur // Upp til fjalla - (upptaka frá 1942) - 1951

HSH[breyta | breyta frumkóða]

78 snúninga

 • HSH7 - M.A Kvartettinn - Vögguvísa // Bellmannssöngvar - (upptaka frá 1942) - 1952
 • HSH8 - Björn R. Einarsson - Sérhvert sinn // Lover come back to me - 1953
 • HSH9 - Gunnar Ormslev - Frá Varmalandi // Alfreð Clausen - Kveðjustund - 1953
 • HSH10 - Ólafur Pétursson - Dala Marzuke // Svensk Maskerade / Óli Skans - 1953
 • HSH11 - Brynjólfur Jóhannesson - Áramótasyrpan (gamanvísur) // Domino - 1953
 • HSH12 - Anny Ólafsdóttir. (12 ára) - Heims um ból // Í Betlehem er barn oss fætt - 1953
 • HSH13 - Smárakvartettinn í Reykjavík - Eyjan hvíta // Adda Örnólfs og Ólafur Briem - Nótt í Atlavík - 1956
 • HSH14 - Adda Örnólfs og Ólafur Briem - Nótt í Atlavík // Togarar talast við - 1954
 • HSH15 - Adda Örnólfs og Ólafur Briem - Bella símamær // Kom þú til mín - 1954
 • HSH16 - Harmoniukvintett Karls Jónatanssonar - Vestanvindur // Krossanesminni - 1954
 • HSH17 - Guðmundur Jónsson - Lofsöngur // Heims um ból - 1954
 • HSH18 - Smárakvartettinn í Reykjavík - Baujuvaktin // Fossarnir - 1954
 • HSH19 - Smárakvartettinn í Reykjavík - Eyjan hvíta // Loftleiðavalsinn - 1954
 • HSH20 - Adda Örnólfsdóttir - Töfraskórnir // Kæri Jón - 1955
 • HSH21 - Smárakvartettinn í Reykjavík - Selja litla // Rósir og vín - 1955
 • HSH22 - Adda Örnólfs - Bjarni og nikkan hans // Adda Örnólfs ásamt Smárakvartettinum í Reykjavík - Bergmál - 1955
 • HSH23 - Sigurður Ólafsson - Gamla kvíabryggja // Einu sinni var - 1955
 • HSH24 - Adda Örnólfs - Ævinlega // Ekki fædd í gær - 1956
 • HSH25 - Smárakvartettinn í Reykjavík - Að lífið sé skjálfandi lítið gras // Kærleiksóðurinn - 1957
 • HSH26 - Smárakvartettinn í Reykjavík - Ég veit þú kemur // Þegar hljótt er í húmi nætur - 1956
 • HSH27 - Adda Örnólfsdóttir og Hljómsveit Björns R. Einarssonar - Vorkvöld // Smárakvartettinn í Reykjavík - Kötukvæði - 1956
 • HSH28 - Alfreð Clausen - Við siglum // Á bernskuslóð - 1956
 • HSH29 - Alfreð Clausen - Bjarkarlundur // Viltu koma - 1956
 • HSH30 - Stefán Íslandi og Guðmundur Jónsson - Næturljóð // Sólseturljóð - 1956
 • HSH31 - Alfreð Clausen og Konni - Allir krakkar // Allir krakkar - 1957
 • HSH32 - Ragnar Bjarnason og KK Sextettinn - Mærin frá Mexico // Óli Rokkari - 1957
 • HSH33 - Alfreð Clausen - Búkolla í Bankastræti // Konni rokkar (syrpa) - 1957
 • HSH34 - Alfreð Clausen - Hurðaskellir og Konni 1// Hurðaskellir og Konni - 1957
 • HSH35 - Ragnar Bjarnason og KK Sextettinn - Flökku Jói // Anastasía - 1957
 • HSH36 - Alfreð Clausen - Við sundin // Hún bíður þín - 1958
 • HSH37 - Ragnar Bjarnason - Lína segir stopp // Síðasti vagninn í Sogamýri - 1958
 • HSH38 - Ragnar Bjarnason - Líf og fjör // Tequilla (ásamt KK-Sextettinum) - 1958


45 snúninga

 • HSH-38 - Ragnar Bjarnason - Líf og fjör // Tequilla (ásamt KK-Sextettinum) - 1958
 • HSH45-1001 - Guðbergur Auðunsson - Lilla Jóns / KK Sextettinn - Angelína // Ragnar Bjarnason - Vor við flóann /Hvítir svanir -
 • HSH45-1002 - Konni og Skapti - Í sveitinni // Konni flautar - 1959
 • HSH45-1003 - Ragnar Bjarnason - Vor við flóann // Hvítir svanir - 1959
 • HSH45-1004 - Alfreð Clausen og Konni - Allir krakkar (syrpa) // Búkolla í Bankastræti - 1959
 • HSH45-1005 - Guðbergur Auðunsson - Adam og Eva // Út á sjó - 1960
 • HSH45-1006 - Guðbergur Auðunsson - Júlínótt á Þingvöllum // Í síldinni á Siglufirði - 1960 -
 • HSH45-1007 - Barnakór og Hljómsveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar - Tíu lög úr bókinni "50 fyrstu söngvar” - 1960
 • HSH45-1008 - Ómar Ragnarsson - Mér er skemmt // Botníuvísur - 1960
 • HSH45-1009 - KK Sextettinn - Kvöldljóð // Ó María mig langar heim -
 • HSH45-1010 - Ómar Ragnarsson - Ást, ást, ást // Sveitaball - 1961
 • HSH45-1011 - Haukur Morthens - Áður oft ég hef // Hulda - 1961
 • HSH45-1012 - Haukur Morthens - Blátt lítið blóm eitt er // Vinakveðja - 1962
 • HSH45-1013 - Varðeldasöngvar I og II - Syrpur af skátasöngvum - Stjórnandi Pálmi Ólafsson - 1962
 • HSH45-1014 - Elly Vilhjálms - Lítill fugl // Sjötíu og níu af Stöðinni - 1963
 • HSH45-1015 - Ómar Ragnarsson - Ó Vigga // Karlagrobb - 1963
 • HSH45-1016 - Ólafur Gaukur og Hljómsveit - Limbó dans // Vakna Dísa - 1963
 • HSH45-1017 - Haukur Morthens - Tóta litla tindilfætt // Hlíðin mín fríða - 1963
 • HSH45-1018 - Haukur Morthens - Kvöldið er fagurt // Lífsgleði njóttu - 1964
 • HSH45-1019 - Haukur Morthens - Amorella // Hafið bláa - 1964
 • HSH45-1020 - Lúdó Sextett og Stefán - Nótt á Akureyri // Því ekki að taka lífið létt? - 1964
 • HSH45-1021 - Ómar Ragnarsson og Lúdó Sextett - Vögguvísa / Allir elska einhvern // Bítilæði / Trunt, trunt og korríró - 1964
 • HSH45-1022 -
 • HSH45-1023 -
 • HSH45-1024 - Elly Vilhjálms og KK Sextettinn - 79 af Stöðinni / Lítill fugl // Ó María, mig langar heim / Kvöldljóð
 • HSHEP-1025 - Rondo Tríó - Mamma kvað / Blítt er undir björkunum // Litli Karel / Bréfið hennar Stínu - 1969
 • HSH-45-1025 - Keflavíkurkvartettinn - Bandúra / Haustlauf // Seljadalsrósin / Vín, vín þú aðeins ein
 • HSH45-1026 - Brynjólfur Jóhannesson - Já mín dóttir kæra / Sitt af hvoru tagi (syrpa) // Sitt með hvoru lagi (syrpa) /Nokkur brot úr borgarbrag
 • HSH45-1027 - Ari Jónsson - Fyrirheit // Ég kem - 1970
 • HSH45- - Kristinn Hallsson - Ég minnist þín // Sverrir konungur -


LP

 • LP-HSH -1022 - Haukur Morthens - Hátíð í bæ - 1964
 • LP-HSH -1028 - Rögnvaldur Sigurjónsson - Program, píanóverk - 1970