Fara í innihald

Í sveitinni/ Konni flautar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá HSH45-1002)
Í sveitinni/ Konni flautar
Bakhlið
HSH 45-1002
FlytjandiKonni og Skafti Ólafsson
Gefin út1959
StefnaDægurlög
ÚtgefandiHSH

Í sveitinni/ Konni flautar er 45 snúninga hljómplata gefin út af Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur árið 1959. Á henni flytja Konni og Skafti Ólafsson tvö lög. Hljómsveit Jan Morávek leikur undir.

  1. Í sveitinni - Lag - texti: Loftur Guðmundsson
  2. Konni flautar - Lag - texti: Bagdasarian - G

Baldur og Konni

[breyta | breyta frumkóða]
Baldur Georgs Takács pabbi Konna var búktalari og sjónhverfingamaður sem skemmti með töfrabrögðum og piltinum Konna víða um land og erlendis frá 1946 til 1964. Konni, sem reyndar var leikbrúða, var mikið ólíkindatól, frekur og kjaftfor meðan Baldur var prúðmennskan uppmáluð og varði gerðir Konna af stakri háttvísi. Um 1960 gerðist Konni rokkstjarna og söng inn á nokkrar plötur með Alfreð Clausen og einnig hinum þekkta rokkara Skapta Ólafssyni.
 
kfk