Fara í innihald

Baldur og Konni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leikbrúðan Konni söng barnalög inn á plötur
Konni flautar plötuumslag
Plötuumslag með nokkrum lögum sem Konni syngur
Alfreð Clausen söng með Konna(rödd Baldurs Georgs Takács) á skemmtunum og inn á plötur

Baldur og Konni var vinsælt skemmtiatriði sem Baldur Georgs Takács þýðandi, kennari, töframaður og búktalari lék með leikbrúðunni Konna og hófst 1945 og stóð til 1964. Þeir skemmtu víða við góðar undirtektir, meðal annars í Tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960, á miðnæturskemmtunum Hljómplötunýjunga í Austurbæjarbíói, í Tívolí í Kaupmannahöfn og á Dyrehavsbakken. Einnig skemmtu þeir í sjónvarpi á upphafsárum þess og birtust eftirminnilega eftir langt hlé í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir félagar komu við sögu á fimm hljómplötum.[1][2] Konni er varðveittur á Þjóðminjasafninu.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]