Fara í innihald

Henrik Ochsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Henrik Ochsen (26. apríl 16609. september 1750) var danskur embættismaður sem var stiftamtmaður Íslands og Færeyja frá 1730 til dauðadags, eða í tuttugu ár, en kom þó aldrei til landsins.

Ocksen var sonur silki- og vefnaðarvörusalans Thomas Ocksen og konu hans Elisabeth Thofall. Hann varð féhirðir (zahlkasserer) í fjármálaráðuneytinu árið 1692 og árið 1712 varð hann stjórnardeildarforstjóri í ráðuneytinu en var settur af 1716 og gegndi ekki öðru opinberu embætti fyrr en hann var gerður að stiftamtmanni á Íslandi og í Færeyjum 11. desember 1730. Aldrei fór hann þó til Íslands og ekki Færeyja heldur, en hélt embættinu þar til hann lést 1750, níræður að aldri.

Kona hans, gift 1698, var Margrethe Hartvigsdatter.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Dansk biografisk Lexicon. 12. bindi“.