Fara í innihald

Noomi Rapace

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Noomi Rapace

Noomi Rapace (fædd Norén 28. desember 1979 í Hudiksvall) er sænsk leikkona. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lisbeth Salander í Milennium-þríleiknum. Rapace ólst að hluta til upp á Íslandi hjá sænskri móður sinni og íslenskum stjúpa á Flúðum. Sjö ára gömul lék hún aukahlutverk í kvikmyndinni Í skugga hrafnsins.