Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1957 |
Störf | Prófessor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands |
Helga Jónsdóttir (f. 1957) er prófessor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdu starfi á Landspítala.[1]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Helga lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1981, meistaraprófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1988 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 1995. Á árunum 1981-1986 vann Helga við klíníska hjúkrun á Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu á Húsavík og Háskólasjúkrahúsinu í Osló. Árið 1990 var hún ráðin til Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands sem lektor, 1996 sem dósent og frá árinu 2003 sem prófessor. Samhliða því að sinna störfum prófessors er hún forstöðumaður fræðasviðs langveikra fullorðinna á Landspítala.[1]
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Helga hefur fengist við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknir og kannað reynslu, einkenni og líðan fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma, einkum lungna- og taugasjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Þá hefur hún þróað og rannsakað hjúkrunarþjónustu byggða á samráði við þessa einstaklinga.[2][3]
Í doktorsverkefni Helgu lýsti hún reynslu lungnasjúklinga og þróaði rannsóknaraðferð sem var grunnur frekari rannsókna á hjúkrunarstarfinu með sérstaka áherslu á hjúkrun lungnasjúklinga. Síðar útfærði hún kenningalegan ramma um hjúkrunina í samráði við samstarfsfólk sem ber heitið samráð til eflingar heilbrigðis. Hefur sá rammi einkum verið hagnýttur og rannsakaður í göngudeildarþjónustu fyrir langvinna lungnasjúklinga og fjölskyldur þeirra og í heilsugæsluumhverfi. Reykleysismeðferð fyrir lungnasjúklinga og innúðalyfjanotkun eru einnig viðfangsefni í rannsóknum Helgu.[4] Rannsóknir á taugasjúklingum hafa einkum snúist um þróun aðferða við kínískt mat og meðferð einstaklinga með gaumstol eftir heilablóðfall og fjölskyldur þeirra, klínískar leiðbeiningar um hjúkrun og þróun æfingabúnaðar til að hvetja virkni einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall og fjölskyldur þeirra ásamt rannsókn á lífslokameðferð fyrir taugasjúklinga.[2] Leiðtogaþjálfun hjúkrunarfræðinga er alþjóðlegt kennslu- og rannsóknarverkefni, NurseLEAD, sem Helga tekur þátt í fyrir hönd Hjúkrunarfræðideildar.[5]
Helga hefur leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands.[2] Auk framangreindra rannsókna hafa þær rannsóknir einnig beinst m.a. að því að lýsa einkennum og reynslu ýmissa skjólstæðingahópa s.s. einstaklinga sem hafa farið í hjartastopp og fengið samfallsbrot á hrygg, einstaklingum með psoriasis og parkinson sjúkdómana, afdrifum og eftirfylgd gjörgæslusjúklinga og lífsgæðum fólks með langvinna verki og notkun á heilbrigðisþjónustu.
Rannsóknir Helgu eru unnar í nánu samstarfi við klíníska sérfræðinga í hjúkrun og fleiri greinum heilbrigðisvísinda bæði innlenda og erlenda. Má þar nefna starfsfólk á lungna- og taugasviði Landspítala, Háskólasjúkrahúsinu í Utrecht, í Hollandi, St. Catherine University í Minnesota, í Bandaríkjunum, rannsakanda á Nýja Sjálandi og hjúkrunarrannsakendur á nokkrum helstu háskólum á Norðurlöndunum.[6]
Ýmis störf og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Helga var deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar 2013-2017[7] og hefur gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir deildina,[8] s.s. að undirbúna stofnun Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og stýra stofnunni, formaður Rannsóknanámsnefndar deildarinnar þar sem hún hefur tekið virkan þátt í að koma á fót og þróa framhaldsnám í hjúkrunarfræði og undirbúið og stýrt sérskipulögðu BS námi fyrir hjúkrunarfræðinga. Hún hefur setið í fagráði Rannís og var formaður fagráðs um klínískar rannsóknir og lýðheilsu árin 2013 til 2014.[9]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Helga var tekin inn í Amerísku vísindaakademíuna í hjúkrun (Fellow of the American Academy of Nursing, FAAN) árið 2017.[9] Hún var valin heiðursvísindamaður Landspítala árið 2019.[2] Árið 2010 var Helga ein af 100 fyrrverandi nemendum Háskólans í Minnesota sem fékk viðurkenningu hollvinasamtaka hjúkrunarfræðideildarinnar fyrir framlag til hjúkrunarfræðinnar.[10] Hún fékk viðurkenningu Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga fyrir framlag til þróunar hjúkrunar lungnasjúklinga árið 2013 . Á 100 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hlaut Helga sérstakan styrk til áframhaldandi rannsókna á þekkingu og þróun hjúkrunar á Íslandi.[11]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Háskóli Íslands. Helga Jónsdóttir. (e.d.). Prófessor, Forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra fullorðinna“. Sótt 7. ágúst 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 „Landspítali. (2019). Helga Jónsdóttir er heiðursvísindamaður Landspítala 2019“. Sótt 7. ágúst 2019.
- ↑ Google Scholar. Helga Jonsdottir, Professor.
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Sjálfsumönnun fólks með byrjandi lungnateppu. Sótt 7. ágúst 2019
- ↑ NurseLead. (e.d.). Consortium. Sótt 7. ágúst 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Helga Jónsdóttir prófessor í hjúkrunarfræði og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra. Rannsóknir í gangi Geymt 7 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 7. ágúst 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Leadership in nursing at the University of Iceland. Sótt 7. ágúst 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.) Nefndir og ráð. Skipan í Embætti og nefndir við Hjúkrunarfræðideild. Sótt 7. ágúst 2019
- ↑ 9,0 9,1 „Háskóli Íslands. (2017). Helga hlýtur inngöngu í bandarísku hjúkrunarakademíuna“. Sótt 7. ágúst 2019.
- ↑ Minnesota Nursing. A publication of the University of Minnesota School of Nursing. (2009). Distinguished Alumni (bls. 24) Geymt 31 mars 2020 í Wayback Machine. Sótt 7. ágúst 2019
- ↑ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ársskýrsla 2018-2019. Sjóðir (bls. 13). Sótt 7. ágúst 2019
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Greinar
- Jonsdottir, H. & Ingadottir, Þ.I. (2018). Reluctance of patients with chronic obstructive pulmonary disease in its early stages and their families to participate in a partnership-based self-management trial: A search for explanation. Chronic Respiratory Disease, 15(3), 315–322.
- Klinke, M.K., Hjaltason, H., Tryggvadottir, G.B. & Jónsdóttir, H. (2018). Hemispatial neglect following right hemisphere stroke: Clinical course and sensitivity of diagnostic tasks. Topics in Stroke Rehabilitation, 25 (2), 120-130.
- Jónasdóttir, R.R., Jones, C., Sigurdsson, G.H. & Jónsdóttir H. (2018). Structured nurse-led follow-up for patients after discharge from the intensive care unit: prospective quasi-experimental study. Journal of Advanced Nursing, 17, 709-723.
- Jonasdottir, R.J. Jonsdottir, H., Gudmundsdottir, B. & Sigurðsson, G.H. (2018). Psychological recovery after intensive care: outcomes of a long-term quasi-experimental study of structured nurse-led follow-up. Intensive & Critical Care Nursing, 44, 59-66.
- Bragadottir, G.H., Ingadottir, T.S. Halldorsdottir, B.S. & Jonsdottir, H. (2018). Patients and families realizing their future with chronic obstructive pulmonary disease - a qualitative study. Journal of Clinical Nursing, 27(1-2), 57-64.
- Klinke, M.K., Hjaltason, H., Hafsteindóttir Th.B. & Jónsdóttir, H. (2016). Spatial neglect in stroke patients after discharge from rehabilitation to own home: a mixed method study. Disability & Rehabilitation, 38(25), 2429-2444.
- Klinke, M.K., Zahavi, D., Hjaltason, H., Thorsteinsson, B. & Jónsdóttir, H. (2015). “Getting the left right” – the experience of hemi-spatial neglect after stroke. Qualitative Health Research, 25(12), 1623–1636.
- Jonsdottir, H., Amundadottir, O.R., Gudmundsson, G., Halldorsdottir, B.S., Hrafnkelsson, B., Ingadottir, Þ.S., Jonsdottir, R., Jonsson, J.S., Sigurjonsdottir, E.D. & Stefansdottir, I.K. (2015). Effectiveness of a partnership based self-management program for patients with mild and moderate chronic obstructive pulmonary disease: A pragmatic randomized controlled trial. Journal of Advanced Nursing, 71(11), 2634–2649.
- Klinke, M.E. & Jonsdottir, H. (2014). Smoking addiction in chronic obstructive pulmonary disease: Integrating neurobiology and phenomenology through a review of the literature. Chronic Respiratory Disease, 11(4) 229–236.
- Klinke, M.E., Thorsteinsson, B. & Jonsdottir, H. (2014). Advancing phenomenological research: Applications of “body schema”, “body image” and “affordances” in neglect. Qualitative Health Research, 24(6), 824-836.
- Jonsdottir H. (2013). Self-management programmes for people living with chronic obstructive pulmonary disease: A call for a reconceptualization. Journal of Clinical Nursing, 22(5-6), 621–637.
- Jonsdottir, H. & Ingadottir T.S. (2011). Health in partnership: Family nursing practice for people with breathing difficulties. Qualitative Health Research, 21(7), 927–935.
- Ingadottir, T.S. & Jonsdottir, H. (2010). Partnership-based nursing practice for people with chronic obstructive pulmonary disease and their families: Influences on health related quality of life and hospital admissions. Journal of Clinical Nursing, 19, 2795–2805.
- Litchfield, M. & Jonsdottir, H. (2008). A practice discipline that’s here-and-now. Advances in Nursing Science, 31(1), 79-91.
- Jonsdottir, H. (2007). Research-as-if-practice. A study of family nursing partnership with couples experiencing severe breathing difficulties. Journal of Family Nursing, 13(4), 443-460.
- Jonsdottir, R. & Jonsdottir H. (2007). The experience of women with advanced chronic obstructive pulmonary disease of repeatedly relapsing to smoking. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 21(3), 297-304.
- Ingadottir, T.S. & Jonsdottir, H. (2006). Techonological dependency – The experience of using home ventilators and long-term oxygen therapy: Patients’ and families’ perspective. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 20(1), 18-25.
- Jonsdottir, H. Jonsdottir, R., Geirsdottir, Th. Sveinsdottir, K.S. & Sigurdardottir, Th. (2004). Multicomponent individualized smoking cessation intervention for patients with lung disease. Journal of Advanced Nursing, 48(6), 594-604.
- Jonsdottir, H., Litchfield, M. & Pharris, M.D. (2004). The relational core of nursing practice as partnership. Journal of Advanced Nursing, 47(3), 241-250.
- Jonsdottir, H. (1998). Life patterns of people with Chronic Obstructive Pulmonary Disease: Isolation and being closed in. Nursing Science Quarterly, 11(4), 160-166.
Bækur og bókakaflar
- Jonsdottir H. (2019). The state of leadership in nursing science in Iceland. To be published in Þ.B. Hafsteinsdottir, H. Jónsdóttir, M. Kirkevold, H. Leino-Kilpi, K. Lomborg & I.R. Hallberg, (eds.), Leadership in nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Geneva, Switzerland, Springer Publ.
- Jonasdottir, J.J. & Jonsdottir H. (2019). A nurse-managed follow-up practice for patients after discharge from the intensive care unit: Development, testing and implementation. To be published in Þ.B. Hafsteinsdottir, H. Jónsdóttir, M. Kirkevold, H. Leino-Kilpi, K. Lomborg & I.R. Hallberg, (eds.), Leadership in nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Geneva, Switzerland, Springer Publ.
- Klinke, M.E. & Jonsdottir H. (2019). Complexity leadership in the collaboration between academia and clinical nursing: Searching for harmony. To be published in Þ.B. Hafsteinsdottir, H. Jónsdóttir, M. Kirkevold, H. Leino-Kilpi, K. Lomborg & I.R. Hallberg, (eds.), Leadership in nursing: Experiences from the European Nordic Countries. Geneva, Switzerland, Springer Publ.
- Svavarsdottir, E.K. & Jonsdottir, H. (eds.)(2011). Family nursing in action. Reykjavik, Iceland: University of Iceland Press.
- Jonsdottir, H. & Ingadottir, T.S. (2011). Nursing practice partnership with families living with advanced lung disease. In E.K. Svavarsdottir & H. Jonsdottir, (eds.), Family nursing in action (pp. 357-375). Reykjavik: University of Iceland Press.
- Jónsdóttir, H. ed. (2006). From insight to action: Kowledge developemnt in nursing and midwifery. [Frá innsæi til inngripa: Þekkingarþróun í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði]. Reykjavík: The Literary Association and the Faculty of Nursing, University of Iceland.
- Jónsdóttir, H. (1999). Changing the organization of nursing care: Implementation of primary care in nursing care for lung patients [Breyting á skipulagsformi hjúkrunar: Innleiðing og árangur einstaklingshæfðrar hjúkrunar í hjúkrun lungnasjúklinga]. Reykjavík: University of Iceland Press and Institue of Nursing Research.