Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er íslenskt stéttarfélag hjúkrunarfræðinga.

Félagið var stofnað haustið 1919 og hét þá Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Markmið félagsins var að koma á fót námi í hjúkrun á Íslandi. 1960 tók félagið upp heitið Hjúkrunarfélag Íslands þar sem fyrstu karlmennirnir höfðu þá lært hjúkrun hér á landi. 1978 stofnuðu hjúkrunarfræðingar með próf frá Háskóla Íslands sérstakt félag fyrir háskólamenntaða hjúkrunarfræðinga en 15. janúar 1994 sameinuðurst félögin tvö sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.