Parkinsonsveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ljósmynd frá 1892 af sjúklingi með parkinson.

Parkinsonsveiki eða Parkinsonssjúkdómur er taugasjúkdómur sem kemur fram sem stífleiki í vöðvum, skjálfta og skertri hreyfigetu hjá fólki og er algengasti taugasjúkdómurinn sem legst á eldra fólk. Sjúkdómurinn er kenndur við Enska lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817.

Ekki er vitað hvað veldur honum en hann orsakast af því að fram kemur skortur á boðefninu dópamín í heilanum. Sjúkdómurinn er ólæknandi en með lyfjum má halda honum niðri nokkuð lengi og eins er farið með góðum árangri að setja rafskaut á þá staði í heilanum sem sjúkdómurinn á upptök sín. Á Íslandi fá um það bil einn af hverjum fimm þúsund fá Parkinsonsveiki árlega.

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]