Fara í innihald

Heimsferðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsferðir er íslensk ferðaskrifstofa sem var stofnuð í mars árið 1992. Fyrirtækið er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins. Starfsmenn Heimsferða eru um 30, bæði á Íslandi og á áfangastöðum fyrirtækisins erlendis. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group. Ferðaskrifstofan Terra Nova er í eigu Heimsferða.

Á meðal áfangastaða sem Heimsferðir hafa skipulagt ferðir til má nefna Montreal, Kúba, Barbados, Kanaríeyjar, Tenerife, Barcelona, Stuttgart, París, Prag, Búdapest, Kraká, Króatía, Róm, Sikiley, Rhodos, Costa del Sol, Fuerteventura, Benidorm og Mallorca.

Systurfélög Heimsferða

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bravo Tours
  • Matka vekka
  • Lomamatkat
  • Solia
  • Solresor
  • Terra Nova
  • Primera Air
  • Budget Travel