Ferðaskrifstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferðaskrifstofa

Ferðaskrifstofa er aðili, hvort sem er einstaklingur eða lögaðili, sem setur saman, býður fram og selur alferðir í atvinnuskyni. Hugtakið ferðaskrifstofa nær bæði til ferðaheildsala og ferðasmásala.[1] Ferðaskrifstofur geta selt tilbúnar ferðir sem innihalda flug, siglingar, lestarferðir, gistingu og fæði. Einnig geta þær skipulagt ferðir að hluta eða haft milligöngu um að útvega ákveðna þjónustu. Auk þess að skipuleggja hefðbundnar ferðir þá bjóða margar ferðaskrifstofur upp á þjónustu við skipulagningu viðskiptaferða fyrir fyrirtæki.

Margar ferðaskrifstofur skipuleggja hópferðir. Til Íslands koma oft slíkir hópar ferðafólks og ferðast þeir gjarnan um á rútum.

Fyrirtækið Cox & Kings í Bretlandi er talið vera elsta ferðaskrifstofan en það rekur sögu sína aftur til ársins 1758.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.