Costa del Sol
Útlit
Costa del Sol er um 150 km strandsvæði í Andalúsíu á Suður-Spáni. Er heitið yfirleitt notað sem samheiti yfir strandlengjuna frá Cádiz í vestri (nærri Gíbraltar) og til Nerja í austri, þ.e. í héraðinu Malaga, og tekur þannig m.a. til bæjanna Torremolinos, Benalmadena, Fuengirola og Marbella auk borgarinnar Malaga. Hefur svæðið um áratugaskeið verið mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna. Hraðbrautin A7 fer um svæðið og næsti flugvöllur er Malaga-Costa del Sol flugvöllurinn.