Vegabréf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Vegabréf frá Ísland.

Vegabréf (eða passi) er skjal sem ríkisstjórn lætur borgurum í té og er þeim kennimark og sönnun á þjóðerni og auðveldar þeim þannig ferðalög milli landa. Upplýsingar þær sem fram koma í vegabréfi eru m.a.: nafn, fæðingardagur, kyn og fæðingarstaður. Vegabréf þarf að sýna við vegabréfaskoðun landamæravarða.

Vegabréfið eitt og sér veitir ekki eiganda þess rétt til að fara inn í annað land, þiggja hjálp frá ræðismannsskrifstofu eða annan rétt erlendis. Hins vegar veitir það eiganda þess rétt til að fara aftur inn í landið sem gaf út vegabréfið. Verndunarréttir og aðrir slíkir réttir stafa af alþjóðasamningum á milli sérstrakra landa. Rétturinn til að koma aftur heim stafar af lögum landsins sem gaf út vegabréfið.

Til eru vegabréfasambönd á milli nokkra landa sem leyfa borgunum í aðildarríkjum til að ferðast yfir landamærin án vegabréfs, eins og Norræna vegabréfasambandið. Á svipaðan hátt mega borgarar frá löndum á Schengen-svæðinu ferðast án vegabréfs.

Þegar maður heimsækir sum lönd er stundum nauðsynlegt að fá vegabréfsáritun til þess að fara inn í landið og dveljast þar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]