Heggur
Heggur eða heggviður | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Heggviðarblóm
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Prunus padus L. | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Cerasus padus (L.) Delarbre |
Heggur (eða heggviður) (fræðiheiti: Prunus padus) er lauftré af rósaætt og er skylt ferskju- og plómutré. Náttúrulegt vaxtarsvæði heggs er Norður- og Austur-Asía og Evrópa, en heggur vex til dæmis villtur um allan Noreg alveg upp í 1.250 m hæð. Villtur heggur vex í rökum og næringarríkum jarðvegi en hann þrífst vel í venjulegri garðmold. [2]
Ræktun heggs á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Heggur þrífst allsæmilega sem garðtré á Íslandi. Elsta núlifandi tré í Hafnarfirði er heggur sem stendur við Siggubæ við Hellisgötu. Hann var gróðursettur 1913. Heggur laufgast snemma og blómgast á Íslandi í júni. Blómin eru hvít. Sum ár nær heggur að þroska svört ber. Hann nær allt að 10 metra hæð.
Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]
Lokaorð skáldsögunnar Gerplu eftir Halldór Laxness eru: „Þá var túngl geingið undir og felur nóttin dal og hól að Stiklarstöðum, og svo hinn síðfrjóva hegg.“ Heggur er raunar ekki síðfrjór, í Noregi var það haft til marks að þegar heggurinn blómstraði á vorin mætti fara að sá í akra.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Rehder, A. Manual of cultivated trees and shrubs hardy in North America exclusive of the subtropical and warmer temperate regions (New York: Macmillan publishing Co., Inc, 1940, endurpr. 1977).
- ↑ Heggur Geymt 2016-07-02 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins, skoðað 25. júní, 2016.