Haukur Halldórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Haukur Halldórsson (f. 1937) er sjálfmenntaður íslenskur myndlistarmaður. Hann er meðlimur í Ásatrúarfélaginu og helstu viðfangsefni hans í myndlist eru Norræn goðafræði og norður-evrópsk goðafræði, keltnesk goðafræði, þjóðsögur og þjóðtrú. Hann notast við ýmsa mismunandi miðla: málar, teiknar og gerir þrívíð verk. Hann vinnur einnnig að handverki s.s. skartgripi.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Haukur byrjaði feril sinn sem auglýsingateiknari en fór fljótlega út í myndlist. Í fyrstunni teiknaði hann með kolum og varð þekktur fyrir teikningar sínar af tröllum. Fyrsta sýning hans var í Djúpinu - Gallerí Djúpið við Hafnarstræti árið 1978, en það var samsýning ásamt Einari Þorsteini Ásgeirssyni. Fyrsta einkasýning hans var árið 1980 í Gallerí Torg sem rekið var af Jóhanni G. Jóhannsyni. Hann hefur síðan sýnt og ferðast víða um Norðurlönd, Evrópu og Bandaríkin. Hann hefur einnig ferðast víða til að kynna sér listir og handverk m.a. til Kína. Í Bandaríkjunum kynntist hann Navajo Indjánum og aðferðum þeirra við að steypa úr sandi (sand casting) sem hann hefur síðan nýtt sér í list sinni.


  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.