Gunnhildur Hauksdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gunnhildur Hauksdóttir

Gunnhildur Hauksdóttir (f. Reykjavík 1972) er íslenskur myndlistarmaður. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og fékk þaðan BFA gráðu árið 2001. Þaðan lá leið hennar til Amsterdam í Hollandi en þar tók hún MFA gráðu sína í myndlist árið 2005. Hún hefur búið og starfað í Berlín, Þýskalandi en er nú búsett í Reykjavík og starfar þar að myndlist sinni.

Listrænn ferill[breyta | breyta frumkóða]

Meðal nýlegra einkasýninga hennar eru "Samsæti Heilagra" (Listasafn Íslands, IS 2013) í samvinnu við Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur árið 2013, Stars (Context Gallery, IR 2011) Gjöf til þín, yðar hátign (Listasafn Así, IS 2011), Audition (Ace Art Inc CA 2008), en báðar þessar sýningar vann hún í samvinnu við Kristínu Ómarsdóttur rithöfund. Aðrar einkasýningar eru Skepnan tignuð (Listasafn Reykjavíkur IS 2008) og Pelabörn (Kling og Bang IS 2005). Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og vinnur jöfnum höndum í þrívíða miðla, myndband og hljóð, auk þess sem hún gerir gjörninga og blandar þessum miðlum saman í innsetningar sínar.

Störf í þágu lista[breyta | breyta frumkóða]

Gunnhildur situr í stjórn Nýlistasafnsins og kennir við Listaháskóla Íslands, hún hefur átt sæti í listrænni stjórn Sequences listahátíðarinnar 2011 og hefur haft umsjón með fyrirlestraröðum á vegum hátíðarinar í samvinnu við Listaháskóla Íslands, hefur skipulagt málþingið Archive on the Run á vegum Nýistasafnsins og fyrirlestraröð þýska heimspekingsins Marcus Steinweg um samband myndlistar og heimspeki í samvinnu við Félag áhugamanna um heimspeki, Listfræðifélagið, Nýlistasafnið og Listaháskóla Íslands. Þá hefur hún átt sæti í ritnendum, m.a. ristýrði hún og átti framlag í Archive on the Run og Grasrót VI, Hún hefur átt sæti í nefndum, skipulagt fyrirlestra, málþing, sýningar og gjörninga.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.