Nyhedsavisen
Útlit
Nyhedsavisen var fríblað sem kom út í Danmörku á árunum 2006-2008. Útgefandi þess var 365 Media Scandinavia sem var dótturfyrirtæki Dagsbrúnar á Íslandi sem gaf út Fréttablaðið. Forstjóri Dagsbrúnar var Gunnar Smári Egilsson.
Blaðið var hluti af útrás íslenskra fyrirtækja á árunum fyrir hrun. Það gerði sig breitt frá fyrsta degi en átti í grimmri samkeppni við önnur blöð í Danmörku. Blaðinu var dreift á 500 þúsund heimili. En með tíð og tíma fór að síga á ógæfuhliðina. Þann 31. ágúst árið 2008 kom síðasta eintakið af Nyhedsavisen út. Í ársreikingum kom fram að árið 2007 hafði tapið verið um 334 miljónir danskra króna eða um ein milljón á dag allt árið 2007.